7.11.2010 | 10:33
Þjóðfundur.
Það er alltaf gott þegar fólk kemur saman og skerpir á hlutunum og öll þessi mál eru mál sem að allir einstaklingar ættu að vera meðvitaðir um og vinna að hvern dag sem þeir draga lífsandann.
Ég skil þó bara ekkert hvernig það að umbylta stjórnaskránni á að laga þetta allt og koma því á koppinn margt af þessu er þar nú þegar. Mér finnst verið að hengja bakara fyrir smið með því að kenna henni um allt sem aflaga fer þegar mannlegt eðli er sökudólgurinn.
Mín ályktun á þjóðfundi hefði verið stutt og einhvernvegin vona. " Þjóðfundur krefst þess að valdhafar fari að vinna eftir og virða stjórnarskrá Lýðveldisins eða segi starfi sínu lausu ella"
Svo mörg voru þau orð.
Grunngildin skýrð á þjóðfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.