14.10.2010 | 21:42
En hamrað á niðurfellingunni.
Gleymist ekki að þetta sama verkafólk er líka skuldarar í mörgum tilfellum hér er bara verið að etja saman hópum. Lán til íbúðakaupa eru öruggustu lán þessara sjóða og því á að mjólka lántakendur til að fela það tap sem varð í hinum fjárfestingum þessara sjóða.
Hætta síðan að tala um niðurfellingu þetta er leiðrétting.
Ein spurning ef ekkert verður gert og stór hluti lántakenda missir sitt mikill hluti þeirra flyr úr landi og sjóðirnir standa síðan uppi með hundruð óseldra auðra eigna hvar ætla þeir þá að fá pening til að borga lífeyri til verkafólksins sem að þeim þykir svo vænt um. Er kannski bara verið að falsa bókhaldið hér til að geta synt ímyndaða eignastöðu sem að engin fótur er fyrir. Það lítur vel út á pappír að hafa stórar tölur en verra er ef sannleikurinn er sá að það er ekkert á bakvið þær.
Er kannski ætlun lífeyrissjóðanna að sölsa undir sig húsnæði landsmanna og leigja þeim það síðan út auðvitað vísitölu tryggt þá er hringrás lífeyrisins fullkomnuð. Þeir taka hluta af kaupinu og svo restina í Húsasmiðjunni og öðrum fyrirtækjum sem þeir hafa keypt og keppa við fyrirtæki sem að greiða i sjóði þeirra af starfmönnum sínum. Sá peningur sem eftir er fer næst síðan í húsaleigu. Skildu þeir ekki fara að fjárfesta í útfararstofu fljótlega.
Aðför að lífeyrissparnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þetta sama fólk hefur ávaxtað fé sjóðanna og eflt þá í gegnum árin - en gleymum því bara - það hentar einkar vel að taka þína afstöðu - það er svo þægilegt - þá er ekki verið að tala um algjörlega vanhæfa ríkisstjórn á meðan.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.10.2010 kl. 07:20
Ég er á því Ólafur að þú ættir að líta á ávöxtun þessara sjóða og fjárfestingastefnu þeirra og þá veltirðu kannski fyrir þér eis og ég hvers vegna þetta sama fólk er enn við stjórnvölin hjá sjóðunum. Afstaða mín er ekki byggð á skuldastöðu minni heldur er hún byggð á því að ég vil að það verði réttlæti hér á landi og að það verði ekki látið viðgangast að hægt sé að rugla heilu hagkerfi og að einungis einn hópur beri skaðann. Líttu á grein á pressunni eftir Ólaf Arnars um það hvað gæti skeð ef ekkert verður leiðrétt.
Það þarf ekki orðið að tala um vanhæfa ríkisstjórn það er svo dagljóst að hún er það og ætti að vera búin að átta sig á því að hennar tími er liðinn
Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.10.2010 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.