14.10.2010 | 21:27
Vitað mál.
Auðvitað verður þessi leið ekki farinn hún gengur ekki upp. Til þess þarf að taka leikföngin af þeim sem að öllu ráða til þess þarf að eyðileggja áætlunina sem er í gangi um að sölsa undir sig allar eignur landsmanna.
Halda menn að það sé tilviljun hvernig ástandið er það er skipulega unnið að því að svifta fólk sjálfræði og við fólkið erum eins og lindyr eitt sem sagt er að sé hægt að sjóða til bana bara ef það er kynt nógu rólega undir því. Þeir sem ráða lífeyrissjóðunum hafa ekki nokkurn áhuga á að minnka leikfé það sem að þeir nota til að fjárfesta í óskiljanlegum hlutum í gegnum eitthvað sem að heitir Framtakssjóður.
Það var mælt tárvotum augum í kvöld að lífeyrissjóðirnir mættu ekki gera neitt annað en að borga lífeyri en mega þeir þá fjárfesta í flugfélögum og öðrum rekstri sem að ekki nokkur maður nær að sjá röksemd fyrir. Máttu þeir þá taka þátt í viðskiptum sem að geta varla hafa verið kölluð örugg fjárfesting vegna þess að þeir töpuðu óhemju pening ég held ekki alla vega ekki ef að þeir mega bara borga lífeyri.
Rúv stendur sig síðan frábærlega í frétta flutning sínum það er hamrað á því með þunga að skuldaniðurfelling gangi ekki hvaða helv skulda niðurfelling það er verið að tala um leiðréttingu svo fann Rúv eina skuldarann á landinu sem er ánægður með sitt og það er gott báðar hliðar eiga að koma fram. En ég fyrir mitt leiti er hættur að hlusta á það og liðin sú tíð að ég tók meira mark á fréttum þess en söðvar tvö ég er þeirrar skoðunar að Rúv hljómi í dag líkt og aðrir fjölmiðlar valdhafa í heiminum. Afhverju skoðar RÚv ekki hvað það kostar þessa sjóði að gera ekki neitt.
Svona verður kjaftað og kjafta fram og aftur þangað til ekkert kemur út úr því.
Málið er ekkert flókið að mínu mati hér var viljandi blásin upp bóla, peningar sogaðir út úr kerfinu, faldir þangað til ekkert var eftir, viljandi tekin staða gegn gjaldmiðlinum til að valda hruni, innistæður tryggðar til að tryggja þá peninga sem að menn höfðu náð að sanka að sér en gátu ekki falið í útlöndum og sett á verðbólguskot til að auka allar skuldir svo að menn og konur misstu eignir sínar sem síðan eru seldar á hálfvirði þeim sem að plottinu stóðu til að þeir geti komið peningunum sínum aftur í föst verðmæti.
Það er skipulega verið að breyta landinu í verðbúð þar sem að ákveðinn hópur á allt sem máli skiptir og þegar verður búið að ná til sín þeim eignum sem að hrunið gaf þá kemur röðin að okkur sem fórum varlega því að þegar búið verður að gera hálfa þjóðina að greiðsluþrota einstaklingum þá verður skattbyrði okkar hinna orðin það mikil að við gefumst líka upp og náum ekki að standa í skilum með okkar.
Endanlegt loka takamark þeirra sem að þessu standa. Eignast heilt land og auðlindir sem síðan er hægt að fara með í ESB og flytja inn ódýrt vinnuafl til hráefnisframleiðslu ekki slæmt plott eiginlega alveg tær snilld.
Það synir síðan álit almúgans á þeim sem að þykjast vera forustumenn og verndarar okkar og þeim apparötum sem þeir mynda að nú þegar er farið að kalla hugsanlegan fjárfestingasjóð Lífeyrissjóðanna til íbúðakaupa Hrægamminn og er það nafn með rentu finnst mér.
Að tala um réttláta leiðréttingu sem einhverja niðurfellingu og ölmusu á sama tíma og afskrifaðar eru þegjandi og hljóðalaust 25 000 000 000 af einum aðila er svo mikil hneisa og svívirðing að ég á ekki til orð til að tjá skoðanir mínar á þvi. Þessi máttlausa tilraun stjórnvalda til að þykjast sína eitthvað réttlæti er átakanleg og þeim til ævarandi skammar.
Annars fer uppgjörinu við hrunið að verða lokið aðalsökudólgurinn fundinn og fer fyrir Landsdóm og einn fyrverandi ráðuneytisstjóri en hvað um ráðherra og þingmann sem að seldu stofnbréf og fleiri og fleiri ég bara spyr.
Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Málið er að ef menn gera ekkert þá verður það dýrara en að færa niður skuldir um 50% og það er ljóst að ef ekkert verður gert þá er það ekki Geir sem verður aðalsökudólgurinn heldur Jóhanna og Steingrímur.
Einar Þór Strand, 14.10.2010 kl. 21:36
Þetta er mikil skammsýni. Greiðsluvilji fólks er á þrotum. Þá á ég við fólk sem hefur öll fjármál í járnum og getur veitt sér þann eina "munað" að nota allt ráðstöfunarfé sitt til að borga af húsnæðislánum. Fái heimilin aukin fjárráð þá geta menn farið að nota eitthvað fé í annað. Þá er 25,5% VSK af flestu og rennur hann beint til ríkisins. Annað yrði innspýting í hagkerfið þannig að fleiri störf sköpuðust. Með tilheyrandi skattekjum fyrir ríkið auk þess sem eitthvað myndi draga úr atvinnuleysi þannig að þar sparast eitthvað. Ég held að þessir útreikningar um óbærilegan kostnað taki alls ekki á öllum hliðum. Kostnaður viðleiðréttingu sé stórlega ofmetinn og ekki gert ráð fyrir Jákvæðu hliðunum. Ég held að það geti endað með því að millistéttin geri uppreisn og dragi þetta lið allt á hárinu út úr þinginu.
Hreinn Sigurðsson, 14.10.2010 kl. 22:00
Sammála
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.10.2010 kl. 22:09
Mikið er ég sammála þér Jón, þetta er augljóst. Afhverju fáum við ekkert að vita hver á hvað í dag? Hver er raunverulega að stjórna bakvið tjöldin á leiksýningunni? (s.br sama hvaða rass sest í stólinn) Það er augljóst að lífeyrissjóðirnir eru tómir, ríkiskassinn er tómur, bankarnir eru tómir. Hvar endar þetta? spyr sá sem er hrædd að heyra það!
Jóhanna Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 22:41
Ég er furðu slegin yfir að ekki skuli vera búið að draga þetta lið út fyrir lifandis langa löngu !!!!
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.