Ekki hægt að bjarga þeim verst stöddu.

Það er mín skoðun að það sé útilokað að bjarga þeim verst stöddu og það hefur verið lengi.

Það er staðreynd sem að þarf að viðurkenna að hluta skuldara er ekki hægt að bjarga og hefur aldrei verið möguleiki á að bjarga. En með því að koma á réttlæti fyrir alla og leiðrétta það sem að ég kalla voðaverk það sem framið var á Íslenskum almúga kemur staða allra til með að batna og vilji til að greiða og taka þátt í þjóðfélaginu eykst aftur.
Mér er bara alveg sama þó einhverjir sem að geta borgað af lánum sínum fái leiðréttingu þeir nota þá þann pening í þjóðfélagið í eyðslu eða sparnað sem kemur hjólunum af stað. Voðaverkið var framið gegn þeim líka og þeirra réttur er ekkert minni enn annarra.

Leiðréttingin lagar síðan aðeins þá stórkostlegu eignaupptöku sem átt hefur sér stað milli þeirra sem kallast fjármagnseigendur og fitna nú sem púkinn á fjósloftinu og hinna sem að horfa upp á árangur lífsstarfsins brenna upp. Það misræmi er ekkert réttlæti jafnvel þó að þeir sem verið er að hirða verðmætið af séu ekki orðnir svo aðframkomnir að þeir geti enn borgað. Það rýir enginn bóndi með viti kind með því að flá hana eða raka þannig að hún geispi golunni.
Það að ætla ekki að gera neitt vegna þess að einhverjir geta enn borgað leiðir til þess að lokum að þeir geta ekki borgað og vandamálið vex.

Þegar búið er að leiðrétta það sem að ég kalla voðaverkið það þarf ekki einu sinni að leiðrétta það að öllu leiti þá hefur sá fjöldi sem virkur er í hagkerfinu aukist og meiri peningur verður í kerfinu. Þá á að snúa sér að þeim sem að ekki er með neinu móti hægt að bjarga og skera þá niður úr snörunni það mun kosta en það að fleiri verða til að standa undir kerfinu eftir leiðréttinguna mun hjálpa til við það. Síðan þarf að taka á gjaldþrotalögum og öðrum lögum sem að gera fólk að utangarðsfólki að eilífu eftir að hafa lent í gjaldþroti ekkert þjóðfélag stendur undir því að stór hluti þess sé utangarðsmenn.

Það er ljóst að þegar í byrjun árs 2008 voru margir að komast í þrot og í gegnum tíðina hefur alltaf ákveðin fjöldi lent í vandræðum það er einfaldlega gangur lífsins en það er mín skoðun að hér gildi það sama og í annarri  björgunarstarfsemi að bjarga þeim sem hægt er að bjarga og síðan endurlífga hina. 
Hvað væri gert við björgunarsveit sem að myndi fljúga yfir skipreika fólk og skilja þá eftir sem enn gætu synt af því að þeir hlytu að geta synt í land en einbeitti sér að því að bjarga þeim sem að fljóta með andlitið niður í stað þess að henda flotgöllum til þeirra sem enn troða marvaðann svo að þeir geti aðstoðað við að bjarga þeim sem örmagna eru.

Ég heyrði síðan Pétur Blöndal segja að lífeyrir væri verðtryggður í Ísland í býtið alla vega heyrði ég ekki betur. Þetta vil ég fá skriflegt því að ég hef ekki orðið var við neina verðtryggingu á þeim lífeyrir sem að ég hef séð hjá vinum og vandamönnum.

 


mbl.is Flatur niðurskurður hjálpar ekki þeim verst stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem þessi óþjóðalýður byrjaði á að gera í upphafi hruns var að tryggja eigin innistæður í bönkum, já og annarra í leiðinni. Þá þótti sjálfsagt að láta það sama yfir alla ganga.

Almenn leiðrétting verðtryggðra lána er einnig sanngjörn því ljóst er að hinir nýju bankar eiga fyrir því eftir að hafa fengið þau lán til sín úr rústum gömlu bankanna með miklum afslætti.

Það er alveg ljóst eins og fram kemur hér að ofan að það verða alltaf einhverjir sem verða samt sem áður í gríðarlegum vanda, en ef það á að fá einhverja veltu hér í gang þá þarf að létta á greiðslubyrði þeirra sem eru á brúninni. Ef eingöngu á að redda þeim verst stöddu og halda þeim einnig á brúninni verða bara fleiri á þeim staðnum til að geta ekki gert neitt nema að borga og borga og borga af vonlausu fasteignaláni, en geta ekki leyft sér neitt annað.

Guðmundur (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband