6.10.2010 | 21:51
Auðvitað áttu þeir að fara í þrot
Auðvitað áttu bankarnir að fara í þrot rétt er að ástand hér hefði orðið skelfilegt i einhvern tíma en það hefði hreinsað til það átti einfaldlega að fara að lögum og tryggja fé eftir þeim en ekki geðþótta ákvörðun stjórnvalda. Það er til dæmis als órannsakað hverjir eru eigendur þess fjármagns sem var tryggt að mínu mati þarf óháða rannsókn á því hverjir eru þessi 2% sparifjáreigenda sem að mest hlutu.
Ég er hins vegar ekki sammála Hrafni um að við þurfum fleiri hugsjóna menn af listasviðinu í baráttuna við höfum forsmekkinn af þátttöku þeirra. Það sem við þurfum er þátttaka fleiri venjulegra Íslendinga sem að hafa það að leiðarljósi að vinna fyrir þjóð sína nágranna sína afkomendur og sjálfan sig í þessari röð
Vinna við að gera landið byggilegt aftur og meðan á því stendur þurfum við að fylgja fordæmi geimfaranna í Apollo 13 og aftengja allan óþarfa til að fá afl til að beina okkur aftur á rétta braut. Þá meina ég óþarfa en ekki heilbrigðiskerfi og velferðarmál. Það var margt til í því sem að Ábjörn sagði í dag.
Bankarnir áttu að fara í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blessaður karlinn hann Hrafn sem sparaði svo mikið þegar að hann vann hjá RUV. þökk sé honum blessuðum.
Axel Guðmundsson, 6.10.2010 kl. 22:06
Ég verð að segja það að ég hef mjög lítið álit á Hrafni Gunnlaugssyni.
Vendetta, 6.10.2010 kl. 22:20
Burtséð frá áliti á Hrafni þá er hárrétt að bankarnir hefðu einfaldlega átt að fara í gjaldþrot.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.10.2010 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.