3.10.2010 | 11:45
Kannski þeir fari bara að spila á Hörpu.
Í fréttum í fyrradag kom eftirfarandi fram.
"Framlög rekstraraðila Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þ.e. ríkis og Reykjavíkurborgar, munu hækka talsvert á næsta ári vegna hærri leigu í Hörpu en í Háskólabíói"
Í annarri grein kom talan fram sem er svipuð og tala sú sem nú á að draga saman í hafrannsóknum í rannsóknum á því sem að er grunnurinn að því að við náum að rífa okkur upp úr lægðinni það er hámörkun nýtingar auðlindarinnar. Þetta þýðir til dæmis.
minni rannsóknir á uppsjávarfiski, þ.e. síld, loðnu og makríl auk þess sem þátttöku í bergmálmsmælingum á karfa í Grænlandshafi [verði] hætt.
Þetta er svipað því að heimili í vanda keypti píanó og setti upp í stofunni í stað þess að auka framlegð heimilisins í beinhörðum vermætum.
Auðvitað eru listir og menning verðmæti en þær borga ekki bleyjupakka einstæðrar móður eða hjartaaðgerð ellilífeyris þegar til þess sækjum við pening í beinharðan útflutning á áþreifanlegum verðmætum eins og fiski og áli svoleiðis er það bara.
Ég viðurkenni hins vegar að það er svolítið cool örugglega að geta farið í Dior og Armani og viðrað Roverinn til að fara á tónleika en á þessum tímum finnst mér það nú líkjast helst þeim grímuböllum sem haldin voru í Versölum á síðustu árum konungsveldis þar.
Okkur er minnst fyrir það í sögunni að meðan stór hluti þjóðarinnar geispaði golunni úr hungri að hluta til vegna þess að við viðurkenndum ekki að Asyriu menn hefðu fundið upp hjólið, þá sat elítan inni í stofu og ritaði bækur sem að afkomendur þeirra síðan átu.
Það skildi þó ekki vera að okkar verði minnst í seinni tíma sögu fyrir það að meðan stór hluti þjóðarinnar var á heljarþröm aftur þá tókum við upp gamla siði að vísu færða í nýjan búning og reistum sal einn mikinn og hófum leit að nýjum hljómi. Kannski svona kringum árið 3000 þá verða á söfnum upptökur af hinum nýja hljómi sem er þá hörpuleikur í bland við hungurvein, mal 10 cylindra aflvéla og pilsaþyts.
Kannski verður það framlag okar til þrítugustu aldarinnar eins og handritin voru áður.
Bjarna Sæmundssyni verður lagt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Horfðu á endalok Titanic.
GAZZI11, 3.10.2010 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.