Rétt niðurstaða eða röng?

Ég leyfi mér að telja að hér sé komist að réttri niðurstöðu en á röngum forsendum

Í fyrsta legi segir að skatturinn hafi verið lagður á 1994 það er ekki rétt ef ég man rétt heldur var hann lagður á í Desember 1992 en þá segir
"Ákveðið var að leggja á sérstakan hátekjuskatt 5% af tekjustofn einstaklings umfram 2,4 m.kr. og hjóna yfir 4,8 m.kr."

Síðan segir í fréttinni. 
"Stefán segir, að eftir að hátekjuskattur var lagður á 1994 hafi vinnutími lítið breyst í fyrstu en síðan lengst örlítið. Síðan þegar hátekjuskattur var lækkaður og endanlega afnuminn hafi vinnutími alls ekki aukist eins og frjálshyggjumennirnir fullyrði að gerist, heldur þvert á móti styttist vinnutíminn með lægri skattheimtu."

Það að vinnutíminn lengist er einfaldlega vegna þess að fólk verður að bæta við sig vinnu til að bæta upp tekjutapið sem verður við aukna skattheimtu það er sé vinnu að fá. Neikvæð áhrif aukinnar skattheimtu eru því meiri vinna og minni tími með fjölskyldunni Það hefur ekkert með vinnuvilja að gera heldur nauðvörn a sjá sér og sínum fyrir nauðþurftum. Þeir sem síðan geta draga úr vinnunni. Þetta sá ég sjálfur á þessum árum þeir sem neyddust til þess vegna íbúðakaupa eða framfærslu unnu meira og slitu sér út fyrir aldur fram. Þeir sem komnir voru fyrir vind unnu minna og sluppu við að borga skattinn. Kunnuglegt ekki satt.

Jákvætt við minni skattheimtu er síðan meiri tími með fjölskyldu fólk ekki útslitið minna um veikindi og jafnvel þegar allt kemur til alls sparnaður í heilbrigðiskerfinu og minna um félagsleg vandamál.

Niðurstaða Stefáns er því að mínu mati rétt en ég tel að forsendurnar séu ekki þær að skattheimta skipti ekki máli heldur það að fólk telur það skildu sína að færa björg í bú fyrir sig og sína og fórnar til þess heimilislífi og heilsu um leið og það getur dregur það síðan úr vinnu til að eiga meiri tíma fyrir sig og sína.


mbl.is Hækkun jaðarskatta dregur ekki úr vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband