Velferðarsvið stendur fyrir sínu

Það er virðingarvert að Velferðarsvið stendur vörð um velferðina. Mér er þó spurn hvort að það sé algjört jafnrétti í velferðinni eða er þetta ekki sama velferðarsvið og þessi frétt var um í RÚV í sumar.

'Ur frétt RÚV undristrikun er mín
"Reykjavíkurborg mun ekki veita mataraðstoð, á meðan á sumarlokunum hjálparstofnana stendur. Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarráðs segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að úthluta mat.

Síðastu matarúthlutanir hjá hjálparstofnunum voru í gær en þær fara nú í sumarleyfi þar til í ágúst. Fjölmargir sóttu sér aðstoð.

Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að borgin taki ekki við hjálparaðstoðinni á meðan á sumarleyfum standi. Hún segist ekki geta svarað því hvert fólk í fjárhagserfiðleikum á að leita í sumar. Hún segir hjálparstofnanirnar ekki hafa haft samráð sín á milli varðandi sumarlokanirnar.

Velferðarsvið borgarinnar hefur skipað starfshóp til að koma betur til móts við Reykvíkinga í fjárhagserfiðleikum. Sá starfshópur á að skila af sér fyrstu tillögum í haust en miðað er við að hækka lægstu framfærslu."


Eftir að lesa hana þá er mér ljós forgangsröðun þessa sviðs. Ekki það að ég beri blak af því að fólk sé ofsótt vegna uppruna eða nokkur annars ég hinsvegar geri kröfu um að velferðarsvið sé velferð fyrir alla ekki bara suma. Eða er það bara velferð að koma í veg fyrir einelti en er það að hafa að borða ekki velferð?


Síðan er athyglisvert að enginn mætir þegar á að mótmæla því sem að á hinum almenna Íslendingi dynur engin listamaður engin hljómsveit og fjölmiðlar draga úr þeim þó litla mannfjölda sem að mætir öfugt var því farið í kvöld.
Síðan var broslegt að heyra manninn sem að aldrei sagðist hafa orðið fyrir einelti því að hann væri gagnkynhneigður hvítur karlmaður. Svo vill nú til að gagnkynhneigðir hvítir karlmenn eru sá hópur í dag sem leyfilegt er að kalla öllum illum nöfnum nöfnum án sakar og ekki er það verra ef þeir eru feitir líka.  


mbl.is Fjöldi sýnir mannkærleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband