Svo bar við um þessar mundir.

Skildi jólaguðspjallið í hinu nýja ríki ráðstjórnarinnar hljóma svona.

En svo bar við um þessar mundir að kyngreina skildi alla heimsbyggðina og sendu því hinir guðlegu stjórnendur sendiboða sína um landið búna latex hönskum, stækkunargleri og endoscopi því fagmennsku skildi gætt til hins ítrasta og skildu þeir kyngreina hverja fjölskyldu og skrá samviskulega í bækur ráðstjórnarinnar.

Ég tel mig geta sparað ríkinu pening þó að ég hafi enga sér þekkingu á þessu þá tel ég vist að flestar fjölskyldur landsins séu tvíkynja þó má finna nokkrar samkynja fjölskyldur og síðan er all nokkur hluti þeirra einkynja og telst ég til þeirrar gerðar. Samkvæmt þessari góðu skilgreiningu sem í þessari frétt er þá bý ég í versta fjölskyldu forminu það er einkynja karlkyns fjölskyldu og er því ljóst að sálarheill minni er mikil hætta búin og ég myndi sennilega lenda í hinum kynlega hreinsunareldi hinna nýju tíma.

Það sem að mér finnst þó athyglisverðast við alla þessa umræðu sem að ég kýs að kalla kynjakjaftæði er það að þau orð sem fólki líðst að setja á blað um annað kynið og virðist vera orðin sjálfsagður hlutur. Þessi orð væru aldrei liðin ef verið væri að tala um trúarbrögð eða kynþætti þá yrðu mörg þessara orða að dómsmálum. Umræðan er síðan oft falin í dæmalaust óskiljanlegu orðflúri sem varla er nokkur vegur fyrir fólk að skilja

Eða skyldu þær skilja þetta sjálfar ?

"Hugmyndafræði afskiptaleysis, og sú samfélagssýn og mannskilningur
sem henni fylgdu, hefur kynbundin formerki. Menningarbundnar hugmyndir um karlmennsku varpa ljósi á athafnir og hugarfar þeirra sem voru aðalleikarar í atburðarásinni. Í samræmi við hugmyndafræði afskiptaleysis var regluverk í lágmarki [...] Þjóðhverfar karlmennskuhugmyndir um meinta yfirburði íslenskra karla mynduðu hugmyndafræðilega réttlætingu fyrir þá þróun sem hér varð [...] Skýrslan sýnir að áhrifarík leið til að tákngera valdatengsl er að kyngera þau og dæmi eru um að karlar séu jaðarsettir og jafnvel kvengerðir í formlegu hlutverki sínu. Þannig einskorðast kynjavíddin ekki við líffræðilegt kyn heldur getur kyngervi, einnig leikið stórt hlutverk. Í skýrslunni eru tillögur um hvernig markvisst jafnréttisstarf og kynjagreining geta minnkað líkurnar á að atburðirnir haustið 2008 endurtaki sig.“

Hvað er til dæmis þetta "Þannig einskorðast kynjavíddin ekki við líffræðilegt kyn" Er eitthvað annað til en lífræðilegt kyn ???????????

Síðan leyfi ég mér að varpa fram spurningu sem að ég velti fyrir mér stundum og tel mig hafa rétt á að spyrja sem mjög jafnréttissinnaður fyrrverandi uppalandi og foreldri sem vill hag barna minna af báðum kynjum sem bestan. Er fólk með þessar skoðanir hæft til að ala upp drengi? Ég bara spyr.


mbl.is Íslensk heimili kynjagreind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uppfærsla og orðalag í þessar grein segir okkur allt um sjúkleika þessara kvenna. Þetta er blaður, sem reynt er að hilma yfir með óskiljanlegu kjaftæði.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband