12.9.2010 | 13:43
Skítlegt eðli?
"Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstv. forsrh. en það kom greinilega hér fram. Ég sagði: svona skítlegt eðli.
Svo mæltist forseta vorum á Alþingi þegar hann var þingmaður svo að mér hlýtur að vera óhætt að hafa það eftir hér og geri það vegna þess að mér sýnist mannlegt eðli lítið hafa breyst frá því að þessi orð voru töluð.
Mér þykir í allri þessari umræðu Alþingi mitt hafa sett niður hélt ég þó í fávisku minni að neðar væri varla komist. Ég mæli þetta ekki sem Sjálfstæðismaður, Samfylkingarmaður eða Vinstri Grænn heldur sem venjulegur limur í þessu þjóðfélagi.
Að lesa ummæli að það þurfi að refsa viðkomandi öðrum til eftirbreytni og jafnvel óháð því hvort að um sannanlega sök sé að ræða er sorglegt. Við byggjum okkar tilveru á réttarríkinu því að við fáum sanngjarna meðhöndlun mála okkar hvernig er því komið þegar að sjálft Alþingi virðist vera að fara á skjön við grundvallaratriði mannréttinda og lýðræðis og svo sem ekki í fyrsta skipti.
Bara sú staðreynd að treysta sér til að taka 3 út úr hópnum og brenna þá á báli synir fáviskuna í hnotskurn að mínu mati. Einnig sú staðreynd að flokksmenn þess fjórða vilji ekki kæra hann vegna þess að hann vissi ekki neitt. Ætti ekki að kæra hann fyrst og sérstaklega fyrir að taka laun fyrir að gegna svona ábyrgðarmikilli stöðu og sinna henni ekki og hafa þá ekki manndóm í sér til að stíga niður fæti ef svo var að honum var gert ókleyft að sinna henni.
Ég verð að segja það að í dag er ég glaður yfir að vera ekki þingmaður ég ætti bágt með að horfa á spegilmynd mína í speglinum núna í morgun sárið. Flest okkar sem að mínu mati eru með ráði og rænu á skerinu og lítum raunsætt og án pólitískra hagsmuna á málin gerum okkur grein fyrir því að forustumenn okkar voru blekktir og sviknir þeim þótti gott að vera memm með útrásarvíkingunum en að hengja þá fyrir einfeldningshátt og trúhyggju er okkur til skammar.
Ef að við viljum refsa þeim þá er best og réttlátast að fara Pólsku leiðina og skerða eftirlaun til þeirra vegna þess að þeir með einfeldningshætti sínum hafi valdið tjóni fyrir landsmenn og eigi því ekki skilið hin veglegu eftirlaun sem þeim eru sköpuð.
En það sem nú gengur á á hinu háa Alþingi á ekkert skylt við réttlæti að mínum mati heldur er pólitískur skrípaleikur og nornaveiðar til að hefna sín á gömlum og nýjum andstæðingum. Ef á að fjalla um sekt eða sakleysi er ég þeirra skoðunar að öll samkundan ætti að vera undir í því máli.
Ég vil þjóðstjórn strax og allt þetta lið burt ég vil ekki að mér sé stjórnað af fólki af þessu kaliberi sama fólki og hefur rétt þeim sem settu allt í þrot allt sitt og meira til baka, sama fólki og hefur komið í veg fyrir alla uppbyggingu frá hruni, sama fólki og getur ekki myndað skjaldborg um þegna sína og sama fólki og reynir að hafa áhrif á dóm Hæstaréttar og setur örugglega bráðabirgðalög ef hann verður ekki fjármagninu hagfelldur.
Nú hefur þetta sama fólk fundið út að hrunið var 3 einstaklingum að kenna bankarnir voru aldrei rændir innan frá og með því að tendra galdrabrennu og stunda mannfórnir þá muni guðirnir verða okkur hagfelldir aftur eldfjöll hætti að gjósa og uppskera nái nyjum hæðum
Þvílík vitleysa
Ég krefst þess sem þegn í þessu landi að skipuð verði strax þjóðstjórn vinnandi fólks með heilbrigða skynsemi til að rífa okkur upp úr þessu og stjórnmálamönnum verði bönnuð aðkoma að stjórn landsins næstu 4 árin.
Síðan bendi ég á að VG er með fleiri þingmenn á alþingi en þeim ber atkvæði greitt til flokks sem að Þráin Bertelsson var í framboði fyrir voru ekki greidd VG Þráin ber því að segja af sér þingmennsku og fela varamanni sæti sitt. Flokkahopp þarf að banna í nýrri stjórnarskrá því að það breytir vægi því sem skapað var í lýðræðislegum kosningum og er því í andstöðu við lýðræðið.
Ekki þingmeirihluti fyrir ákæru á hendur Björgvini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón - Gagnorður pistill hjá þér - En ég vil - utanþingsstjórn - strax !
Þjóðstjórn er stjórn allra þingmanna sem eru á Alþingi - sama súpan - það er ekki það sem fólkið vill.
Utanþingstjórn er hins vegar tilnefnd af forseta Íslands - Utanþingstjórn færi þá með framkvæmdavaldið - en þingmennirnir 63 væru þingmenn.
Utanþingstjórn er þá skipuð af fólki utan úr bæ ekki pólitíkusum -
Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Æsseif - treysti ég forsetanum til að skipa hæfa utanþingstjórn fyrir þjóð sína.
Benedikta E, 12.9.2010 kl. 14:29
Ps. Jón - svo aðhyllist ég Pólsku leiðina - ekki spurning - án fyrningartíma hafið yfir alla pólitík -
Benedikta E, 12.9.2010 kl. 14:38
Takk Benedikta ég meinti greinilega utanþingstjórn það er komð nóg af hinu
Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.9.2010 kl. 15:28
Sæll Jón - Ég var að setja inn færslu - tillögu um Pólsku leiðina - kíktu á færsluna.
Benedikta E, 12.9.2010 kl. 18:09
Björgvini var haldið fyrir utan allar ákvarðanir af ISG er rétt að dæma hann fyrir það frekar ættu Jóhanna eða Össur að vera sá fjórði?
Það verður enginn dæmdur af þessum fjórum enda þetta allt á mjög veikum grunni.
Afhverju vilja Sjálfstæðismenn og Framsókn ekki rannsaka einkavinavæðingunna?
Hvar hefði maður sem tók við illafengnum peningum frá starfmanni úr ríkisbanka fengið að kaupa bankann rúmum 20 árum seinna?
Raunsær (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.