Af hverju venjulegt fólk fer ekki í pólitík.

Í dag hefur að mínu mati komið í ljós hvers vegna venjulegum Íslending dettur ekki í hug að taka þátt í pólitík. 
Ef atburðir dagsins eru skoðaðir þá er ljóst að dagar Shakspears og annarra tragedíu og bakstungu sagna höfunda eru liðnir undir lok Hamlett og Macett eru lesefni í sjö ára bekk miðað við þær framtíðar sögur sem sagðar verða um atburði dagsin í dag.

Að hluti þessa hóps skuli hafa starfað saman á sama vinnustað einhvern tíman er mér venjulegum manninum óskiljanlegt. Ég hef nefnilega vanist því að fólk axli sameiginlega ábyrgð á því sem framkvæmt er. Það má segja að VG séu saklausastir í þessu og ég hneykslast ekki á þeim vegna þess að ég bjóst við þessari afstöðu frá þeim enda viðhalda menn sakleysinu vel með því að gera ekki neitt og vera alltaf á móti. Ég hneykslast á Framsókn vegna þess að ég tel að orsök hrunsins liggi lengra aftur og hefði viljað sjá þarna nöfn Framsóknarmanna nokkra ef á annað borð á að fara þessa leið. En því miður gátu þeir ekki stillt sig um að henda steini þó þeir séu ekki saklausir að mínu mati. Í raun tel ég engan starfandi þingmann á þeim tíma sem hrunið var saklausan.

Frá mínum bæjardyrum séð þá átti að ákæra alþingi allt og ég hef sagt það áður það ber allt ábyrgð á því hvernig fór. Ef að það er satt að 3 einstaklingar beri ábyrgð á því hvernig fór til hvers er ég þá að borga hinum 60 pening fyrir vinnu sem greinilega er ekki unnin. Það má kannski segja að það ætti frekar að ákæra þá 60 sem ekkert gerðu, fyrir að þiggja laun á fölskum forsendum það er jú verið að ákæra bótaþega fyrir að þiggja bætur á fölskum forsendum.

Annað vekur athygli mína en það er að enginn spyr hvorki Jóhönnu eða Steingrím hvort að ekki hefði komið til greina að Jóhanna og Össur hefðu verið þarna líka þau voru jú í þeirri stöðu að þeim hefði átt að vera kunnugt um málið. En það væri nú sennilega að fara fram á of mikið að fara fram á að fjölmiðlar spyrðu einhvers sem að gæti verið til óvinsælda hjá ráðamönnum þeir hafa ekki synt svo mikið frumkvæði undanfarið. Síðan er spurning hvort að fölmiðlar eigi ekki heima fyrir landsdóm líka.

Það er síðan spurning í mínum huga hvort að ekki þurfi að draga fyrir landsdóm það fólk sem að nú í langan tíma hefur staðið í vegi fyrir allri uppbyggingu á landinu til að koma hjólunum á stað. Það kemur á óvart að framleiðni minnkar. Hún gerir það auðvitað þegar allri orku er beint í frá verðmætasköpun yfir í einhvern syndarheim þar sem vermæti eru huglæg en skapa engan raunverulegan arð.

Ef einhver leggur þá meiningu í orð mín að hér sé verið að bera blak af einhverjum Sjálfstæðismönnum þá er það rangt mér gæti ekki verið meira sama hvort að einhver eða hver verður dregin fram og hent fyrir ljónin til að friða almenning eða eins og Jóhanna svaraði fréttamanni sem að spurði hvort hún hélt að nú færðist ró yfir fólk og hún svaraði ef ég man rétt að hún vonaðist til þess.  Þann skilning legg ég í þessi orð bæði spurningu og svar að þessu sé ætlað að telja okkur trú um að nú sé réttlætinu fullnægt.

Það er mín skoðun að ótalmargir aðrir sem talað var við í dag hefðu átt að segja ég bar ábyrgð líka.
Á ögurstundum jjafnvel þó að líf hafi legið við hefur fólk stigið fram og axlað ábyrgð með félögum sínum því er ekki fyrir að fara í dag. Mér finnst þetta líkara innikróuðum hóp í kofa með úlfum fyrir utan sem að ákveður að henda nokkrum félögum sínum út í von um að það sefi hungur úlfanna svo að þau sleppi sjálf. 
Meiri reisn hefði verið að stíga fram sem hópur og axla ábyrgðina saman sökin liggur um allt stjórnkerfið og það að draga einhverja 3 einstaklinga til saka fyrir þetta er einn almesti kattaþvottur  og opinberun á hugleysi sem að ég hef upplifað á minni ævi að mínu mati.

Hvenær ætla svo stjórnvöld að fara að hundskast til að horfa fram á vegin og hætta að gera sjálfan sig og sitt getuleysi betra með því að velta sér upp úr löngu liðnum atburðum. Það þekkja flestir í lífinu að maður notar það liðna til að læra af en veltir sér ekki upp úr því um langa framtíð það  leiðir til vesaldóms  eins og hefur rækilega sannast á þeim stjórnvöldum sem nú ríkja.

Frá mínum bæjardyrum séð þá hafa atburðir dagsins í dag gert venjulegan borgara enn fráhverfari pólitík og því sem hún snýst um. Til er spakmælir sem segir að maður þekki engan fyrr en að maður hafi skipt með honum arfi. 

Nú mætti segja
"Engin veit hver vinur er í raun fyrr en setið hafa saman einn vetur á þingi"

Kannski er ég skrítinn en ég hefði viljað sjá í mínum ymindaða heimi tvær spurningar
Fréttamaður spyr.   Jóhönnu Telur þú þig ekki bera ábyrgð líka þú varst jú í innsta hring á þessum tíma og Steingrím ef á að draga menn fyrir dóm samkvæmt þessu gildir þá ekki sama um þær blekkingar sem hafa verið viðhafðar gagnvart Icesave?


mbl.is Alvarleg vanræksla á starfsskyldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mikið er ég sammála þessu, kæri síðuhöfundur. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.9.2010 kl. 21:08

2 identicon

ekki alvarleg vanræskla

heldur glæpsamleg

allt þetta fólk sem var ráðhrerrar, bera sameiginlega ábyrgð, fólkið sem var við stjórnvölinn að deila út kvótanum, deila út stofnunum og blomlegum fyrirtækjum rikisins til einkavina og flokksgæðinga, á að draga fyrir dóm, dæma það og hengja síðan opinberlega.  þetta pakk er búið að mergsjúga land og þjóð, búið að stórskaða ísland og þjóðina, líklega þannig að það verður aldrei hægt að byggja það upp sem áður var.

GG (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 21:22

3 identicon

Og Moggadruslunni fannst í góðu lagið að halda sögufölsun sinni áfram.

HVERGI    ER    MINNST   Á   GEIR  HAARDE  Í  FRÉTTINNI  !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

MargrétJ (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband