Ætti ekki að ákæra þingheim allan.

Ég er þeirrar skoðunar að eigi að kalla saman landsdóm þá eigi að kalla alþingi allt fyrir þann dóm. Alþingi er jú hópur fólks sem vinnur að stjórnun landsins. Því væri það eina rétta að mínu mati að kalla það allt fyrir landsdóm og í raun væri spurning hvort að ekki ætti að breyta þjóðfundinum um stjórnarskránna í hálfgerðan landsdóm Íslendinga yfir störfum Alþingis sem sat þegar hrunið varð.

Að ætla sér að taka einn til fjóra út úr hópnum og ákæra þá finnst mér vera kattarþvottur. Það á að messa yfir hópnum öllum stór hluti hans myndi þegar vera talin laus allra mála þó að það segi kannski nokkuð um það hvernig þeir hafa rækt störf sín annar hópur fengi þann dóm að hann hefði reynt að vara við en engin hlustað og kannski yrði einhver hópur dæmdur sekur um vanrækslu.

En það að einhver hópur sjálfur rannsaki sjálfan sig og ákveði síðan hverjum eigi að fórna minnir svona á Rómverskt hringleikahús með þeirri breytingu að skylmingarþrælarnir sjálfir ákveða hverjum á að fórna til að friða múginn og breytt er mannlegt eðli ef að hefnigirni og pólitísk þrætumál spila ekki þar inn í að hluta. Þó ættu þeir sem ráða í dag að muna að völd eru hverful og siguvegari dagsins í dag getur verið nár á vígvellinum næsta dag


mbl.is Nefndin hittist aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta. Svona væri þetta affarasælast.

assa (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 11:41

2 identicon

Það verður að taka alla sem klúðruðu starfi sínu... þá verður að dæma eða við erum dæmd til að endurtaka ruglið.

Þau skilaboð sem ég hef séð til okkar.. .já og barnana okkar eru: Best er að vera óheiðarlegur.. þá færðu fyrirgreiiðslu, því meira sem þú klúðrar og því meira sem þú stelur... því betur sleppur þú.
Þetta eru skilaboðin sem börnin okkar fá...

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 11:54

3 Smámynd: Elle_

Jón, ég er sammála að það gengur ekki að nokkrir úr Alþingi rannsaki sig sjálf og meti hverja úr Alþingi á að kæra.  Og persónulega get ég ekki skilið sekt nokkurra stjórnmálamanna vegna falls bankanna, nema ef væri peningastefnan og vera okkar í EES .  Við vitum að bankarnir voru rændir að innan, Íslandsbanki hefur kært nokkra innan bankans fyrir að hafa svikið 2 MILLJARÐA USD út úr bankanum.  Ekki stýrðu stjórnmálamenn ráninu.  

Elle_, 11.9.2010 kl. 15:36

4 Smámynd: Elle_

Vil samt taka það fram að enginn ætti að sleppa við sekt, finnist hann sekur.

Elle_, 11.9.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband