Dulítið skondið

"Þá eru fleiri íbúar höfðborgarsvæðisins óánægðir með borgarstjóra en íbúar landsbyggðarinnar"

Það er alltaf dulítið skondið og segir manni margt að mínu mati þegar heimilisfaðirinn er vinsælli í næsta húsi heldur en heima hjá sér. Kannski getum við leigt landsbyggðinni borgarstjóra vorn og fengið þannig upp í skuldir.


mbl.is 40% ánægð með störf borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kom ekki fram að meirihluti borgarbúa væri óánægt með störf borgarstjóra, heldur meirihluti 17% í þessari könnun eru borgabúar.

Einar (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 20:43

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einar, þetta eru fáránleg rök hjá þér!!!!!  Sagt er að það séu til þrjár tegundir af lygi: LYGI, HAUGALYGI og TÖLFRÆÐI og nú gerir þú þig sekan um að reyna að beita "túlkun" á tölfræðinni fyrir þig með alveg hörmulegum árangri.  Stjórnmálamenn hafa löngum verið lunknir við að "túlka" skoðanakannanir sér í hag en þér mistekst það alveg hrapalega þú gætir ekki einu sinni farið  í stjórnmálin svo illa tekst þér til við að verja "borgarstjóratrúðinn".

Jóhann Elíasson, 5.9.2010 kl. 21:37

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mér bara finnst ekkert skrytið að landsbyggðarmenn séu ánægðari þeim er jú boðið upp á fríar syningar og lysingar á gleðileiknum. Við borgarbúar þurfum að leika í honum hvort sem okkur líkar vel eða illa og borga fyrir hann líka. Landsbyggðin er sennilega ekki búin að átta sig á að hún borgar líka sinn hluta af 5000.000.000 hækkun á ibúðalánum þann 1 okt þegar OR hækkar.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.9.2010 kl. 22:09

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það er hægt að ljúga öllu með tölfræði. 42% landsmanna vita það! (Hómer Simpson)

Þessi könnun segir nákvæmlega ekki neitt... ekki fyrr en það fæst uppgefið hve margir aðspurðra eru Reykvíkingar og hvernig svörin litu út hjá þeim. Fólk úr öðrum sveitarfélögum gæti s.s. haft áhuga og skoðun á borgarstjóranum í Reykjavík en álit þeirra í svona könnun skiptir sáralitlu ef nokkru máli.

Það læðist að manni sá grunur að leita hafi þurft út fyrir borgina til þess að fá þokkalega jákvæða útkomu í pantaðri könnun.

Emil Örn Kristjánsson, 6.9.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband