24.8.2010 | 20:33
Köllum Össur heim.
VIð verðum þegar að kalla Össur heim það er stórhætta á að Bretar gætu tekið hann í gíslingu það hefur komið í ljós að leyniþjónusta þeirra og fleiri ríkja hika ekki við að ræna fólki til að ná fram sínu.
Taki Bretar Össur í gíslingu gæti það valdið varanlegum skemmdum á dimplomatískum samskiptum Íslands við Breta þegar þeir kæmust að því að okkur væri alveg sama og þeir mættu bara eiga hann þannig að Bretar sætu uppi með Össur og vissu ekkert hvað þeir ættu við hann að gera.
En mikið vildi ég á þessum tíma í sögu Íslenska lýðveldisins að ekki væru eintómar heybrækur við völd að mínu mati.
Ég vildi að einhver af okkar leiðtogum myndi nú druslast af hnéskeljunum í eilífum bænarferðum utanlands um aðgang að einhverju partíi sem að fæstir landsmenn vilja sækja.
Ég vildi að einhver okkar ástkæru leiðtoga sýndi nú að hann væri leiðtogi, leiðtogi sem að væri annt um þjóð sína og hefði sjálfsvirðingu til að standa í lappirnar og segja hingað og ekki lengra.
Ég gef ekkert fyrir einhver dimplomatísk sýndarmennsku samtöl til að leysa vandamálin stundum þarf að stappa niður fæti og láta heyra í sér.
Setjum útflutningsbann á fisk til Bretlands sendum sendiherra þeirra heim og athugum hvort að það heimsveldi sem í mestri sókn er þessa dagana það er Kína er ekki betri kostur fyrir okkur en gamalt úrsérgengið nýlenduveldi.
Bretar undirbúa makrílstríð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Varla eru Bretar svo skyni skroppnir að trúa því að íslenska þjóðin yrði uppnæm þótt þeir tækju Össur í gíslingu. Ég sé það ekki fyrir mér að nokkrum heilvita manni kæmi til hugar að leysa hann út.
Árni Gunnarsson, 24.8.2010 kl. 22:08
Spurning hvort að Bretarnir vita það :)
Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.8.2010 kl. 22:45
Góður Jón Aðalsteinn.
Össur er þjóðhættuegur maður !
Gunnlaugur I., 25.8.2010 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.