Fleiri segja sig úr Þjóðkirkjunni.

Eftirfarandi er tekið úr fréttinni og feitletranir eru mínar.
"Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár, segir að svo virðist sem fleiri séu að segja sig úr þjóðkirkjunni nú heldur en venjulega. Ekki liggi fyrir tölur um hve margir hafi sagt sig úr fyrr en eftir mánaðamót en slíkar upplýsingar eru gefnar upp einu sinni í mánuði.

Hann segir að starfsfólk Þjóðskrár verði vart við stíganda í fyrirspurnum frá fólki um hvernig það eigi að bera sig að við að segja sig úr þjóðkirkjunni. Það er okkar tilfinningað úrsögnum fari fjölgandi þessa dagana," segir Haukur í viðtali við mbl.is

Haukur gat ekki gefið upp hve margir hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni það sem af er ári."

Tilvitnun lýkur

Ég hef enga skoðun á þeim þjóðkirkjumálum sem að ég vil deila með öðrum en sjálfum mér nú um stundir en ég hef orðið all ákveðna skoðun bæði í þessari frétt og öðrum og þá ekki bara hjá þessum fjölmiðli. Mér finnst oft á tíðum að fréttamenn haldi sig vera leikstjóra í því leikhúsi fáránleikans sem sýnt er hér á landi um þessar stundir. Það er að tilhneing til að stjórna atburðarrásinni sé orðin sterkari heldur en sú skilda greina frá atburðarrásinni á hlutlausan hátt sem er góð fréttamennska að mínu mati.
Við pöppullinn eigum síðan að sjá um götudómana það er að hengja menn í tré og brenna nornir á báli.

Fyrirsögnin segir Fleiri segja sig úr þjóðkirkjunni er án spurningar merkis sem sagt fullyrðing staðfestingu á þessari fullyrðingu get ég ekki séð í fréttinni og hlýtur þá um að vera skoðun fréttamann eða einhvers en ekki frétt byggða á tölulegum staðreyndum. Því dreg ég persónulega þá ályktun þó að hún geti verið röng að þessari frétt sé ætlað að ýta undir það að fólk segi sig úr þjóðkirkjunni en það er ekki hlutverk fréttamanna þeirra hlutverk er frásögn af staðreyndum. Tek aftur fram að þetta er mín persónulega skoðun.

Fréttamennska af sama meiði er ofuráhersla á heitapottferð borgmeisterins og nafngiftina Klambratún meðan umfjöllun um OR og hækkun gjaldskrár er í skötu líki.

Eitt af því sem að talið er til snilldarbjargráða í því dæmi er að ekki hafi verið keyptar fleiri túrbínur. Gerir engin sér grein fyrir að fyrirtæki snúa tapi í arð sér á tvennan máta. Með aukinni framleiðslu  sem fer fram með túrbínum en án aflvéla er engin verðmætasköpun. 
Einnig er hægt að sækja pening í vasa hins almenna borgara og það á greinilega að fara þá leið. Til er líka blönduð leið aukinnar framleiðslu, hagræðingar í rekstri og hækkunar gjaldskrár en hana viriðst ekki mega fara, Meira væri þó vitað ef að fréttir myndu greina þetta ofan í kjölin í stað ennar hliðar viðtala.
Ég vildi gjarnan sjá greindarlega köfun í öll mál og þá frá báðum hliðum þannig næst fram vitræn umræða. 
Til að verja vitræna umræðu er síðan skoðanafrelsi og málfrelsi en mér sýnist menn og konur ekki meta það mikils í augnablikinu.Um það gildir þó sem annað að engin veit hvað átt hefur fyrr en mist hefur.

Málfrelsi fylgir síðan ábyrgð en eftir að hafa lesið umræðu á netinu til dæmis á barnalandi og hér á Bloggi þá er ég orðin þeirrar skoðunar að það sé all nokkur fjöldi sem að ekki gerir sér grein fyrir því.

 

 

 

 


mbl.is Fleiri segja sig úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband