21.8.2010 | 20:00
Hækka gjaldskránna strax
Það gengur ekki að það hafi dregist svona að hækka gjaldskránna,
Lífeyrissjóðirnir okkar vilja ekki lána nema að hún sé hækkuð enda ekki furða þeir gæta hagsmuna okkar út yfir gröf og dauða eru ´meira að segja sérstaklega hamingjusamir þegar við höfum farið yfir og senda endurkröfur á eftirlifendur svo að ekki sé nú greitt degi of mikið.
Hækkun núna er þeim og þeirra líkum lífsnauðsynleg í hagsmunagæslunni því að hún hleypur beint í vísitöluna og lagar eignastöðu þeirra svo að þeir verða ekki eins berrassaðir gagnvart öllu tapinu og gætu sannfært einhverja um að þeir ættu að halda vinnunni.
Hækkun orkuverðs kemur líka fjármögnunar fyrirtækjunum til góða því að skuldapakki sem nýlega minnkaði með dómi kemur til með að hækka ef að dómskerfið hlýðir ríkisstjórninni og dæmir lántakendur skylduga til að greiða vexti veðbætur og ríkistryggða okurvexti. Eignir þeirra 2 % sem áttu stærstan hluta innisæða sem tryggðar voru munu líka hækka vegna vísitölu hækkana. Vann ekki stjórnarformaðurinn hjá einu þessara fyrirtækja þó varla haldi ég að um tengsl sé að ræða þar á milli.
Það verður því að hækka strax og það 50 til 75% það verða allir að leggjast á árarnar til að stöðva lækkun verðbólgu.
Hvað með það þó að skuldir ca 80 til 90 % einstaklinga hækki þeir eru ekki í elítunni og vinahópnum bara vinnandi skríll með fjölskyldur og sjást ekki í heitapottinum svona dags daglega.
Hækkum því gjaldskrá Orkuveitunnar strax.
Orkuveitan ekki greiðsluhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rafmagn er óeðlilega dýrt og það á að láta illa rekið fyrirtæki verða gjaldþrota svo skipt verði algjörlega um allt þar....
"Það verður því að hækka strax og það 50 til 75% það verða allir að leggjast á árarnar til að stöðva lækkun verðbólgu"???? Eru ekki að djóka Jón???
Lífeyrissjóðirnir vilja ekki lána nem gjaldskráin sé hækkuð??? Eiga þeir að sjórna þessu eða eru einhverjir að vinna í Orkuveitunni? Orkuveitan má ekki vera pólitísk ruslakista fyrir óhæft starfsfólk sem aðallin vill samt að séu að þykjast vinna svo hægt sé að afsaka mikil laun...íslendingar hafa ekki efni á þessu fokdýra orkuveitu leikriti lengur...
Óskar Arnórsson, 21.8.2010 kl. 22:23
Óskar auðvitað er Jón að djóka þetta kallast hræsni og fer vel
Sigurður Haraldsson, 22.8.2010 kl. 00:44
Sagði nafni ekki svo eftirminnilega á framboðs fundi að þetta væri bara jókur. En því miður er sannleikskorn í þessu Lífeyrissjóðir hafa samkvæmt fréttum neitað að lána þessum OR vegna þess að fyrirtækið vildi ekki hækka gjaldskrá var í fréttum snemm sumars. Mér finnst því stundum vafamál hvernig þeir gæta hagsmuna meðlima sinna.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.8.2010 kl. 01:16
Sæll Jón því miður gæta þeir hagsmuna meðlima sinna ekki það var og er ljóst bæði fyrir og eftir hrun!
Sigurður Haraldsson, 22.8.2010 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.