Að standa við orð sín.

"Ég mun ekki styðja slíkt. Við þau orð stend ég,“ segir hann."

Svo mælist háttvirtum þingmanni.
Mikið eru þeir tímar skrýtnir er vér á lífsandann drögum að forsvarsmenn vorir taka sérstaklega fram og ítreka við hvaða orð þeir muni standa. Er það vegna þess að þeir ætla ekki að standa við hin orðin?
En leysir þingmaðurinn þetta smá mál bara ekki með því að fara í tilhleypingar, smalamennskur eða sauðburð þegar fjallað er um málið svo eru mjaltir tvisvar á dag þannig að það er oft hægt að skjóta inn staðgengli eins og við höfum séð svo reglulega á hinu háa Alþingi þegar komið hefur að því að einhver þarf að standa við orð sín. Reyndar svo oft að það er brandari orðið að segja hið háa Alþingi, svo oft hefur mér þótt þeir sem innan dyra eru lúta lágt síðustu misserin. 

Því verður háttvirtur þingmaður eins og aðrir félagar hans að virða mér aumum manninum það til forláts að ég tek ekkert frekar mark á honum þó að hann taki sérstaklega fram að við þetta ætli hann að standa umfram annað sem að mælt hefur verið.

Það hefur síðan verið okkur landsmönnum flestum ljóst um langan tíma að hér fer fram aðlögun en ekki umsókn og að það má eiða öllu sem til er í þá aðlögun.
Þó einhver gamalmenni geispi golunni og möguleiki er á að einhver ungabörn verði andvana fædd vegna fjárskorts þá er það ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir sæluríkið. Ennfremur skiptir engu máli að hluti hinnar illa upplýstu alþýðu sem ekki skilur hið nýja Ísland þar sem að verðmætaframleiðsla er huglæg en ekki raunveruleg, missi allt sítt vegna sparnaðar, niðurskurðar og okurlánastarfsemi ríkisins. Slík smámál sipta engu máli  ef að þær fórnir greiða leiðina í ríki Goðmundar á Glæsivöllum. Enda fórnir færðar af öðrum en sitja að kjötkötlunum.

Þetta er mín skoðun og við þau orð mín stend ég.


mbl.is Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hafðu þökk fyrir orð þín Jón og ég er samála þetta er komið á endapunkt ríkisstjórnin fer frá í haust það er ekki val lengur!

Sigurður Haraldsson, 20.8.2010 kl. 12:34

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við fáum þrjá milljarða frá ESB svo þessi milljarða kostnaður sem Ásmundur er að tala um er bara rugl.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 16:54

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Þruman, heldur þú virkilega að við þurfum ekkert að leggja að mörkum sjálf hvað kostnað af þessari umsókn varðar, sé svo þá veður þú reik vinur minn.

Rafn Gíslason, 20.8.2010 kl. 17:02

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rafn.

Eru þessi þrír milljarðar bara bingó peningar?

Að sjálfsögðu verða þeir notaðir við umsóknarferlið. Og óháð því hvort við göngum inn eða ekki.

Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 17:07

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Auðvitað þurfum við að leggja eitthvað af mörkum sjálfir en einn af aðalpunktunum er að ef við erum að sækja umm afhverju þurfum við að aðlaga eithvað hér. Fyrst sækir maður um svo fær maður inngöngu síðan ákveður maður hvort að maður þiggur hana og ef maður gerir það á aðlagar maður kerfið en gerir þetta ekki í öfugri röð.

Hver kemur síðan til með að borga þann kostnað sem er að færa allt í það horf sem við viljum ef við fellum samninginn

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.8.2010 kl. 20:04

6 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Góður pistill Jón. Það sést vel nú hvað allt þetta tal þeirra sem aðhyllast ESB um að sjá hvað er í pakkanum er hjárænulegt. Því það kemur alltaf betur og betur í ljós að það er ESB sem er í pakkanum. Engar undanþágur frá því. Og nú ætlar ESB í krafti einhverra milljarða að troða okkur ofaní þennan pakka. Þetta kalla ég landráð í boði samfylkingar og VG.

Hreinn Sigurðsson, 21.8.2010 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband