18.8.2010 | 16:24
Eins og allir vita.
Eins og allir vita eða það vita allir segir hinn nýi forstjóri um gjaldskrárhækkanir og talar eins og við borgarbúar höfum allt að því beðið um það. Ég hef ekki hugmynd um þetta ég hef ekki búist við neinni gjaldskrárhækkun og lýsi vantrausti á hinn nýja meirihluta. Ég bendi líka á að tímabundin gjaldskrár hækkun í tíð Alfreðs vegna minnkandi notkunar hefur aldrei verið dregin til baka svo mér sé kunnugt um þaðþ
Þar sem nú er verið að spara hjá OR þá langar mér til að beina eftirfarandi spurningum til nafna eða einhvers af þeim bestu
1. Hvað kostar starfslokasamningur við fráfarandi forstjóra.
2. Hvaða laun fær bráðabrigða forstjórinn og kemur hann til með að fá biðlaun þegar hann hættir.
3. Hvað er samningurinn við hann langur.
4. Af hverju er verið að ráða nýjan forstjóra yfirleitt þegar ráðin var stjórnarformaður á velútilátnum launum til að gera það sem að nú þarf verkefna stjóra í.
5. Hvað stendur til að segja upp mörgum ræstitæknum og matráðum til að ná fram þeim sparnaði sem að til stendur hjá OR.
Við borgarbúar getum þó að minsta kosti farið að kaupa rafmagn frá Orkubúi Vestfjarða til að sýna óánægju okkar.
Hjörleifur ekki blóraböggull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jæja, ef þú hefur horft á kvöldfréttir sjónvarps RÚV þá veistu um launin og hve lengi hann mun gegna þessu starfi.
Og hvað varðar uppsagnir eða aðra hagræðingu, þá ertu vita blindur ef þú hefur ekki haft grænan grun um að eitthvað verður að gera til bjargar OR. Hvort það eru uppsagnir eða hækkanir, þá er allt betra en þetta fyrirtæki endi í gjaldþroti.
En þá kaupir þú auðvitað rafmagn, frá Orkubúi Vestfjörðum.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 21:17
Við erum bæði farin að eldast og þá hlýtur þú eins og ég að hafa lifað margar uppsagnir til að hagræða en hvar er hagræðingin. Staðreyndin er sú að yfirleitt er um pólitískar hreinsanir að ræða eða að ego fara ekki saman. Ég man ekki í fljótu bragði eftir að svona uppsagnir hafi leitt til hagsbóta fyrir okkur.
Ef að það er hagræðing í þessari uppsögn þá ætti ekki að þurfa að hækka orkuverðið vegna þess að það hefur orðið hagræðing.
Ég er viss um að víða hægt að spara í Or eins og annarstaðar án þess að það komi niður á þjónustu eða starfsfólki. Ég er ekkert hissa á þessum biðlaunum vegna þess að starfsöryggi manna sem að starfa undir stjórn hins pólitíska geira er ekkert. ég er líka orðin þeirrar skoðunar að það eigi að einkavæða OR á þann máta að fyrirtækið verði í eigu borgarbúa en ekki undir pólitískri stjórn heldur lúti stjórn einskonar fulltrúaráðs borgarbúa sem kosið er á fjögra ára fresti af hluthöfum það er borgarbúum sjálfum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir pólitískar ráðningar.
Var ekki verið að ráða stjórnaformann þarna með eina miljón á mánuði mátti þá bara ekki setja hann sem stjórnanda svo að hann tæki þá alla ábyrgð á batterínu af hverju þarf að hafa tvo stjórnendur á góðum launum og hefurðu reiknað út hvað fara margir rafmagnsreikningar í að borga þau meðal rafmagnreikningur heimilis er ca 5000 kr myndi ég halda eru þá ekki ca 400 heimili sem þarf til að borga þessi laun sennilega nær 500 því að VSK er innifalin í þessu. Mér sýnist að einn stjórnandi sé nóg.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.8.2010 kl. 23:10
Hagræðingin er eftir, og þessi nýi maður á sennilega að taka á því. Og hver veit hver fær reisupassann?
Ekki ég, en veit samt þarna verður unnið af heilindum.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 00:20
Óg hvernig veistu það Sigrún stendur ekki einhverstaðar að mey skuli að morgni lofa. Ég ætla að bíða með lofsöngin þangað til ég hef smakað á réttunum Þó má viðurkenna að fyrirtæki það sem núverandi stjórnaformaður kom frá vann af fullum heilindum alla vega gangvart sjálfu sér lántakendur og hæstiréttur hafa að vísu aðra skoðun en það er annað mál
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.8.2010 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.