17.8.2010 | 12:32
Sé litið betur á tölurnar
Sé litið betur á tölur hagstofunar sést að árið 2009 fluttu 2.466 fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu heldur en komu til þess en 2.369 fleiri erlendir ríkisborgara fluttu frá landinu en til þess hafi ég skilið Hagstofuna rétt.
Þess vegna skil ég ekki alveg þesa setningu
"Þessi fækkun mannfjöldans síðastliðið ár kemur vitaskuld ekki á óvart miðað við þær aðstæður sem ríkja hér á landi í efnahagsmálum og þá sér í lagi að meirihluti þeirra sem flytjast frá landinu eru erlendir ríkisborgarar"
Eins og ég skil tölurnar þá flytja í raun fleiri Íslendingar frá velferðarríkinu heldur en útlendingar en ég er nú ekki alltaf talnaglöggur Það væri gaman að einhver reiknaði hér út fyrir mig samkvæmt þessum upplýsingum.
Íslenskum ríkisborgurum fækkar um 2466 Erlendum ríkisborgurum fækkar um 2369 Heildar íbúafækkun landsins er 1240.
Hvað dóu margir Íslenskir og erlendir ríkisborgarar á árinu. Hvað fæddust margir Íslenskir og erlendir ríkisborgarar á árinu og kannski það sem að mér langar til að vita en bregst kunnátta til að reikna út hver var heildar fjöldi brottfluttra ríkisborgara af hvorri tegund.
Mesta fólksfækkun í 122 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.