Ekki mistök heldur tær snilld.

Bankar voru rændir og ekkert eftir þar nema pappírar um lán sem að gætu verið ólögleg samt voru lánin tekin með í endurreisninni þó að hafið sé  yfir grun um að flestir vissu um það að þau gætu verið ólögleg. Þau voru samt látin mynda eignastöðu í endureistu bönkunum tilgangurinn var að láta fólkið borga og allt gert til að halda greiðsluvilja fólks því jafnvel hótað ef að það minntist á að hætta að borga.
Þetta er gott plott til að þeir sem velþóknun njóta tapi nú ekki of miklu þetta er í raun pottþétt plott til að láta fólkið borga því um leið og ríkið tók að sér að endurreisa bankadraslið með þessum sem að stjórnvöld máttu vita ónýtu pappírum þá gengu þau frá því um leið að við fólkið borgum sama hvað skeður.
Lánin lögleg fólkið borgar þeir sem geta og skattgreiðendur afganginn
Lánin ólögleg fólkið borgar það sem því ber og skattgreiðendur afganginn.
Ætlar einhver að halda því fram að þetta sé óviljaverk nei þetta er tær snilld þeirra Jóhönnu, Steingríms, Gylfa og allra hinna.

Trúir því virkilega einhver að það sé ekki talað saman á stjórnarheimilinu og að hlutur sem að getur kostað þjóðfélagið hundruð miljarða að því að sagt er sé ekki nefndur á fundum ég trúi því ekki og ef svo væri þá eiga stjórnendur sem að þannig haga sér að segja af sér ekki á morgun heldur í gær. Þeir eru nefnilega óhæfir að mínu mati.

Ég hef þó trú á að svo sé ekki heldur séu hér tærir snillingar á ferð sem einskis svífast til að hjálpa sumum á kostnað annarra. Það er gott að hafa verið útrásarvíkingur á Íslandi að mínu mati.


mbl.is Gylfi situr áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr samála öllu sem þú skrifar nú er það okkar að dansa við þessa landráðastjórn!

Sigurður Haraldsson, 17.8.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband