Hvar eru pottormarnir nú.

Tvennt vakti mig til umhugsunar í kvöldfréttunum
Fyrst sá flötur á málefnum gengislánanna að peningum okkar hefði verið eitt í að kaupa lán sem að vitað var að gætu verið ólögleg. Ég hef alltaf haldið að það væri andstætt lögum að kaupa illa hluti sem væru ólöglegir og það gæti skapað skaðabótaskyldu á kaupandann í þessu tilfelli ríkið og þar af leiðandi mig. Þetta finnst mér athyglisvert því að það þýðir eins og ég skil það að upphæð sú sem að Gylfi og seðlabankastjóri segja að geti fallið á mig vegna dóms Hæstaréttar fellur á mig að mínu viti vegna mistaka sem að þeir gerðu í stjórn sinni spurningin í mínum huga því sú hvort að þeir beri ekki ábyrgð sem gæslumenn hagsmuna minna.

En trikkið hjá þeim er frábært verði farið eftir dómnum borga ég verði ekki farið eftir dómnum borga ég líka, stjórnvöld okkar eru sko snillingar eiginlega alveg magnað lið.

Hafandi starfað á vinnumarkaði í mörg ár dettur mér ekki til hugar að skipstjórinn og bátsmaðurinn hafi ekki vitað hvað messaguttinn var að gera og líklegast tel ég að hann hafi beitt færið samkvæmt skipun þeirra það væri eitthvað skrítið ef svo væri ekki . Í raun er það mín skoðun að eina ástæðan fyrir því að Gylfi ætti að segja af sér væri ef hann hefði ekki haft samráð við yfirboðara sína. En trúir nokkur maður því að utanflokkaráðherra geri svoleiðis ég geri það alla vega ekki.

Annað var hörmungar vegna flóða í Pakistan tekið var fram fjöldi þeirra sem mist hafa húsnæði og það sló mig ekki að ég sé að gera lítið úr hörmungum þeim sem þar ríkja, heldur vegna þess að sé bara horft til húsnæðis missis  í þessum hörmungum sem vekja heims athygli sýnist mér að ekki sé mikill munur á prósentu tölu þeirra sem mist hafa húsnæði sitt í þessum hamförum og þeirri prósentu Íslendinga sem að bíða sömu örlaga þegar ímyndar aðgerðum stjórnvalda lýkur.

Þetta vakti mig til umhugsunar um stærð þeirra hamfara sem hér hafa orðið og hamfaravaldarnir ganga enn lausum hala og ekkert er gert.

Í upphafi spurði ég hvar eru pottormarnir nú mér sýnist ekki minn þörf á því að lemja potta en var þegar þeir voru lamdir sem mest. Sú staðreynd sem blasir við að einungis ein einmanna kona heldur uppi mótmælum segir manni að pottormarnir eru hæst ánægðir með ástandið eins og það er í dag.

Síðan er það spurning hvers vegna en henni ætla ég ekki að svara hér.


mbl.is Ekki kappsmál að vera ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband