Ákvarðannafælni á háu stigi.

Mér finnst það orðið plagsiður að fólk sem kosið er í stjórnunarstöður tekur ekki ákvarðanir. Síðasta dæmið  er þegar að nafni minn hinn ágæti borgarstjóri vor getur ekki tekið ákvörðun um það hvort að hann hafi efni á eða ekki að skjóta rakettum upp í loftið á menningarnótt, heldur tekur hann Samfylkingarsveiflu á þetta (samskonar sveifla og þegar að Hafnfirðingar kusu um álverið en kusu vitlaust) og lætur þetta í hendur borgarbúa.
Auðvitað fást þó þau viðbrögð sem til er ætlast og hægt er að segja þið fenguð að ráða þessu. Þetta er kallað að færa valdið til fólksins en það virðist nú bara gert þegar það hentar.

Ég bendi á að stór hluti þessa kostnaðar rennur til björgunarsveita sem eru fólk sem kemur kauplaust og neglir niður illa byggð þök í roki og eltir ófrágengin trambolin um götur og garða þegar fyrsta haustlægðin kemur yfir. Borgin þiggur þá þjónustu og ætti þá að leggja eitthvað til baka.

Ég bendi einnig á að ef að nýráðin sérfræðingur í söluferlum fengi svipuð laun og forsætisráðherra þá myndi mismunurinn af þeirri lækkun á ársgrundvelli dekka kostnaðinn af flugeldasýningunni og nokkrar máltíðir hjá mæðrastyrksnefnd séu fréttir af launakjörum hans réttar en það  hlýtur nafni að vita hann réð sérfræðinginn í söluferlum til vinnu.

Hafi síðan ferð nafna á fund Múmípabba verið á kostnað borgarbúa þá hefði hann líka átt að spyrja okkur að því hvort okkur fyndist ástæða til að hann færi og hvort að þeim peningum ef ferðin var á okkar kostnað hefði ekki verið betur varið.

Síðan er spurningin Ef að ekki verður flugeldasýning mun það þá leiða til lækkunar orkuverðs ? eða sorphirðugjalds ?? eða hvað.

Það er grátlegt að fjölmiðlar eru eins og grúppíur á hljómleikum þegar að kemur að umfjöllun um borgarmálefni þær fréttir sem fluttar eru af málum eins og þessum eru gagnrýnislausar og það er engu líkara en þeir séu orðnir málgagn borgarstjórnar.

Nafni er síðan búin að skrá nafn sitt í söguna að mínu mati hann hefur á innan við tveimur mánuðum tekist að komast lengra en nokkrum öðrum pólitíkus í að draga kjósendur á asnaeyrunum.

Vilji nafni ekki flugelda sýningu segir hann nei vilji hann hana segir hann já hvers vegna jú hann er Borgastjórinn og hann ræður og á ekki að vera hræddur við það

Eigi hins vegar að spyrja okkur að stóru og smáu þá á það líka að gilda um það þegar ráðnir eru einstaklingar með laun upp á milljón á mánuði annað er lýðskrum og ekki vil ég væna nafna um að stunda það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband