23.7.2010 | 11:57
Sjálfstæði dómstóla
Það verður fróðlegt að sjá forsendurnar og en fróðlegra að sjá hver verður niðurstaða Hæstaréttar í áfrýjuninni. Þetta mál kemur og þær forsendur sem gefnar eru upp fyrir dómunum koma til með að segja mikið um hvort dómsvaldið á Íslandi sé sjálfstætt.
Við erum ekki þau fífl það er við landsmenn að gera okkur ekki grein fyrir því að margt hefur farið fram undanfarna daga í reykfylltum bakherbergjum og fljótlega rennur upp sú stund að við getum sjálf lagt mat á hvort að dómsvaldið er enn heilt eða hvort að það þarf að henda því líka eins og stjórnmálastéttinni.
Það er sama á hvora leið niðurstaðan verður að lokum það sem skiptir máli er að niðurstaðan sé stutt faglegum rökum, lagalega réttum og líka réttlátum. Sé svo þá gæti runnið hér upp tími friðar sé svo ekki já þá veit ég ekki hvað.
Fallist á rök Lýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og dómarinn mun vera eiginkona Brynjars Níelssonar samstarfsmanns Sigurmars K. Albertssonar lögmanns Lýsingar og eiginmanns Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðh.
Skiptir auðvitað ekki máli en er svolítið óheppilegt.
Árni Gunnarsson, 23.7.2010 kl. 12:25
Hér hefur verið vegið að sjálfstæði dómstóla með freklegum og siðlausum hætti undanfarna daga. Það þarf ekki að tala neina tæpitungu um það.
http://blogg.visir.is/gb/2010/07/23/panta%c3%b0ur-domur/
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 12:34
Hæstiréttur er ekki sjálfstæður frekar en Héraðsdómur. Ég þekki til máls, þar sem Hæstiréttur fékk beina fyrirskipun frá ráðuneytinu um hvernig dæma skyldi, og þeirri fyrirskipun var hlýtt.
Vendetta, 23.7.2010 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.