19.7.2010 | 16:01
Ógnin mikla (er komin verðmiði á réttlæti)
Dómur Hæstarétta í gengislánamálunum ógnar stöðugleikanum, þjóðfélaginu, svefni Gylfa Magg, ASG, pirrar Pétur Blöndal og óngar síðan en ekki síst óstöðugum fjármálastofnunum.
Ég er búin að lesa orðræðu síðustu daga og verð að viðurkenna að ég er felmtri sleginn og eiginlega fullur vantrúar og hálf flökurt yfir mörgu sem sagt er og ritað það virðist vera í lagi að gefa afslátt af rétlæti og lögum ef að það hentar peningaöflunum er þá réttlætið falt svo er hægt að skilja af umræðu dagsins. Ég skil þetta þannig að Fitch telji að réttlætið sé skör lægra en fjármagnið og þá er illa komið okkar þjóðfélagi ef að peningar eru lögum hærri.
Menn tala um að dómurinn ógni stöðugleika og margt annað er sagt en ekki nokkur maður minnist á það að hér var komist að þeirri niðurstöðu að það hefði verið framin glæpur enginn talar um það. Enginn talar um að það þurfi að láta brotamennina axla ábyrgð.
Enginn talar um ábyrgð þeirra sem að ráku þessi fyrirtæki.
Enginn talar um þetta það er bara talað um ógnina miklu sem að stöðugleikanum stafar af því að réttlætið og lögin nái fram að ganga.
Á sama tíma vefst ekki fyrir réttlætiskerfinu hér á landi að ákæra dæma og fullnusta ferli stórglæpakvendis sem að stal bleyjupökkum og pelum enda stefna þess sem að hún stal frá að allur þjófnaður a eigum hans skuli kærður meðan að sá þjófnaður sem er fólgin í mismun á hilluverði og kassaverði heitir mistök.
Skildi einhver senda út tilmæli um að konan sem að stal bleyjunum og pelunum kannski vegna þess að hún hafði ekki efni á þeim, njóti einhvers afsláttar frá réttarkerfinu. Ekki held ég mér sýnist meira að segja að réttarkerfið sé mun áhugasamara um bleyjuglæpina heldur en það var gagnvart ólöglegum vörslusviptingum.
Er furða að manni flökri og sé komin með upp í kok
Dómar Hæstaréttar ógna stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.