13.7.2010 | 17:47
Réttlát aðferð til endurreisnar.
Umræða síðasta sólarhrings um tillögur ASG til ríkistjórnarinnar er venjulegt útspil ríkistjórnar sem þorir ekki að raka af skarið í neinu máli heldur kannar viðbrögðin með því að henda einhverju í umræðuna helst frá öðrum til að sjá hver viðbrögðin verða.
Rétt eins og vegaræningi sem stekkur á ferðalang og ætlar að hirða af honum allt fémætt með ofbeldi, ferðalangurinn bregst illa við en róast þó þegar að vegaræninginn segist taka bara svona helminginn en áttar sig þó ekki á því að ræninginn ætlar sem fyrr að hirða allt bara í nokkrum atrennum.
Þetta er einnig algeng aðferðafræði sníkla, þeir vita sem er að gangi þeir of nærri hýslinum þá dettur hann dauður niður þó kemur fyrir að hýslar veslast upp og drepast því gengið hefur verið of nærri þeim.
Mér finnst gleymast í allri þessari skattaumræðu að ofan á viðurkennda skatta okkar leggjast þau prósent sem að tekin eru af okkur í lífeyrissjóð það er ekki skattur segja margir. Víst er það skattur og ekkert annað þetta eru peningar sem eru hirtir af launafólki, fólkið ræður engu um hvernig er með þá farið né er féð eyrnamerkt viðkomandi einstaklingi því er hér um skatt að ræða og ekkert annað þangað til að greiðendur fá stjórn á þessum greiðslum sjálfir. Lífeyrissjóðsgreiðslur eiga því að leggjast við reiknaða skattbyrði okkar.
Stjórnvöld allra tíma hafa alltaf verið lagin við að ráðast á millitekjufólk en mér og fleiri millitekjumönnum líður sennilega orðið eins og skessunni í Drangey sem að þurfti að hörfa undan vígðu vatni biskups þangað til hún var komin út í horn og sagði Hættu nú einhverstaðar verða vondir að vera þarna hafði biskup vit á að hætta vit sem að stjórnvöldum dagsins í dag skortir illilega þau vita ekki hvenær á að hætta og þekkja ekki sinn vitjunar tíma.
Ég vorkenni þó stjórnvöldum dagsins í dag ég óska ekki nokkrum manneskjum þess að samlandar þeirra upp til hópa beri ekkert traust til þeirra og alt að því fyrirlíti marga í hópi þeirra sem að sitja nú við kjötkatlana. Ég tel að þeir sem við stjórnvöld sitja telji að þetta sé bara stundarfyrirbrigði og að fólk muni síðan fyrirgefa þeim, ég tel það óskhyggju.
Stjórnvöldum dagsins í dag verður ekki fyrirgefin rolugangurinn og aðgerðaleysi til að standa vörð um umbjóðendur sína, stjórnvöldum gærdagsins ekki aðgerðarleysið né meðvirknin og útrásarvíkingunum ekki það að hafa eyðilagt heilt þjóðfélag. Ég tel að menn hafi í ógáti glutrað niður tækifærinu til sátta án of mikils uppgjörs.
Áherslur stjórnvalda eru skrítnar.
Það má skattleggja bætur úr sjúkratryggingum það er ekki hægt að bæta tennur barna og margt fleira mætti telja upp sem eru að mínu mati skrítinn forgangsmál.
En eitt má als ekki gera það er að sækja aur þangað sem aur er fyrir það má ekki snerta við þeim sem að í raun eiga fjármagnið heldur skal blóðmjólka hin almenna mann og konu.
Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar voru innistæður fyrir 2.318 miljarða króna tryggðar er það ekki 2.318.000.000.000,- dágóð summa sem að tryggði öllum sitt. En það var einungis lögbundið að tryggja 1,700.000 samkv Tilskipun ESB. Það sem tryggt var umfram það eru í raun fébætur einskonar tryggingabætur einskonar sjúkratrygging peninga ekki satt. Af þessum 2.318 miljörðum fóru 2/3 í að bæta þeim sem að áttu meira en 10.000.000,- inn á reikning Það voru 2% innistæðu eigenda og 7% fyrirtækja sem áttu meira en umræddar 10 000 000, Mikið væri gaman að vita hverjir það eru kannski einhverjir í stjórn eða á þingi eða kannski einhverjir víkingar það væri gaman að vita það en bankaleyndin kemur í veg fyrir það að vér almúginn sem berum byrðarnar vitum í hvers vasa peningarnir sem sviðnir eru af okkur fara.
Þessar bætur umfram 10.000.000 eru að upphæð 1.763.000.000.000 (1.763 miljarðar). Dágóð upphæð er það ekki. Það er mikið talað um niðurfellingu skulda og að það eigi að skattleggja þessa niðurfellingu skulda en af hverju er aldrei talað um að skattleggja eitthvað af þeim bótum sem að innistæðueigendur fengu. Þetta var tapaður peningur.
Ef að það á að leiðrétta ranglæti eins og ólögleg gengistryggð lán sem kostar ef hæðsta tala er tekin einhverja 100.000.000,- þá verða þeir sem valdið hafa vitlausir. En það er í lagi að bæta 1.763.000.000.000 sem að í raun átti ekki að bæta. Hvers vegna
Var þetta bætt vegna góðsemi eða frændsemi?
Afsökunin um að hér hafi allt farið á hliðina ef svo hefði ekki verið gert er mikið notuð.
Getur það verið rétt hér er um 2% innistæðu eigenda að ræða og það hefði verið mun léttara að hlúa að þeim heldur en að þurfa að stunda rústabjörgun á stórum hluta þjóðarinnar til að 2% hennar fái sitt. Það skildi þó ekki hafa verið sjálfselska sem þarna átti hlut að máli.
Ef að ég reikna rétt þá eru 37% skattur á 1.763.miljarða rétt um 650 miljarðar þetta er sú skatt prósenta sem að ríkinu þykir eðlilegt að kona greiði af sjúkrabótunum sínu. Er því ekki lausnin að setja 10.000.000 frítekjumark á það sem var bætt í hruninu en tekjuskatt á restina. Það breytir engu fyrir 98 % fólks en 2% fá þá ánægju að leggja sitt af mörkum við endurreisnina og ég er viss um að þessi 2% myndi fagna því að fá að leggja sitt af mörkum þau nota jú heilbrigðiskerfið okkar börnin þeirra ganga í sömu skóla og þau keyra sömu vegi eins og við hin.
Þessi einfalda aðgerð sem kostar ekki neitt því að þessir peningar voru tapaðir og því ekki til, nema vegna góðviljaðrar ríkistjórnar sem ákvað að það ætti að fara djúpt í vasa sumra til að ekki lækkaði í vösum annarra,
Þessi einfalda skatta aðgerð myndi skila 600 miljörðum meira til ríkiskassans en áætlun ASG sem var hvað 40 miljarðar og væri meira í ætt við jöfnuð þegnanna en nokkuð annað sem gert hefur verið af þeim sem nú ríkja.
Þetta fyndist mér réttlát aðferð til að loka gatinu
Með fyrirvara um reikningsskekkjurEngar ákvarðanir verið teknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Brilljant hugmynd.
Sigurður Sigurðsson, 13.7.2010 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.