Hver sagði "svona gerum við ekki Friðrik"

Fyrir mörgum árum síðan átti að skattleggja blaðburðarbörn. Maður einn steig þá fram og sagði svona gerum við ekki ef ég man rétt.

Hver skildi það nú hafa verið og vantar okkur ekki einhvern honum líkan núna en ekki einhverja sem aldrei þora að taka af skarið nema að það sé til að þjónkast erlendu valdi og fjármagninu. Það sem hentar almúganum er sett í nefnd, samráðshóp, sérfræðiúrvinnslu eða guð má vita hvað meðan verið er að svæfa málið.

Ég vil fá fólk sem þorir og þekkir mun á réttlæti og ranglæti í Íslenska stjórnmálastétt viðkomandi þarf að hafa alla kostina einn þeirra dugar ekki einn og sér.


mbl.is Kallar á lagabreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Jón - Ekki "einhvern honum líkan" Heldur hann sjálfan - ekkert minna.

Það styttist í kosningar - Þá myndu - ALLIR - kjósa Sjálfstæðisflokkinn - nema að sjálfsögðu ekki samfylkingar-fólkið.............

Benedikta E, 10.7.2010 kl. 14:44

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jón sammála að flestu leiti og því síðasta hjá þér sérstaklega, okkur vantar fólk sem segir hingað og ekki lengra og hefur hag okkar þjóðarinnar sem og Lands að fyrirrúmi. Fólk sem hefur yfirsýn bæði á fortíð og framtíð með okkar hag fyrir brjósti á því hvað er okkur best fyrir framtíðina litið... Það er ekki að koma stjórnun Landsins í hendur á skrifstofu út í Brussel segi ég...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.7.2010 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband