2.7.2010 | 07:58
Vanhæfni?
Ef að verið er að gefa í skyn að lántakendur séu vanhæfir til að fjalla um lögbrot hvernig er þá með sparifjáreigendur. Eru þeir vanhæfir til að fjalla um sömu hluti.
En og aftur þá leikur mér hugur á að vita nöfn þeirra 50 til 100 einstaklinga sem að fengu hæðstu innistæðutryggingarnar og hvort þar eru nöfn sem að komu að lagasetningunni sem bjargaði þeim.
Ennfremur má þá líka spyrja hvort að Seðlabankastjórar og forstjóri Fjármálaeftirlitsins séu eigendur vertryggðra innistæða og ef svo er hvort þeir eru þá ekki vanhæfir til að fjalla um þessi mál..
Hvernig stendur á því að upplýsingar um það að að talmaður neytenda sé lántakandi virðast opinberar en þegar kemur að innistæðueigendum þá gildir um það bankaleynd ??????????????????????
Litast ekki af eigin lánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr Jón.
Palli (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 08:15
Að sjálfsögðu hefur það áhrif að maðurinn skuldar 19 milj sjálfur í gengistryggðum lánum. Mér finnst þessi túlkun hans á neytanda líka mjög þröng. Svoer hann að beita sér sem talsmaður neytendasamtakanna en ekki sm einstaklingur. Hann þiggur því laun frá miklu breiðai hóp neytenda en hann skilgreinir sjálfur í þessu tilfelli. Hvað með þá sem lögðu fyrir í staðinn fyrir að stofna til neysluskulda? Þetta er í flestum tilfellum bara venjulegt fólk sem hefur unnið hörðum höndum fyrir laununum sínum en valið að geyma þau til mögru áranna, - ekki til að hreinsa upp ósómann fyrir hina. Eru þetta þá ekki neytendur í augum bankanna? Hvað börnin okkar sem taka við þjóðarbúinu skuldugu upp fyrir haus? Menn gleyma því að skuldirnar hverfa ekki, þeim verður velt yfir á skattgreiðendur í einhverju formi. Hefur annars einhver tjekkað á því hversu skuldugir hæstaréttardómarar eru?
Anna Ingolfsdottir (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 08:26
Allir skulda eitthvað. Það er bara venjulegt í samfélagi sem er í okkar stöðu.
Ef það á að vera að lýsa yfir einhverju vanhæfnissjónarmiði á manninn er þá ekki alveg eins hægt að lýsa yfir vanhæfni á Gatnamálastjóra Reykjavíkur þegar það er umræða um malbikun á götunni hans?
Spekingur (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 08:35
Ekki veit ég hvort að viðkomandi skuldar 19 miljónir eða í hvernig lánum eða hvort hann upplýsti það sjálfur eða ef ekki hvernig þær upplýsingar hafa komist á kreik. En það má skilja á þér Anna að þessar 19 miljónir hafi áhrif að þínu mati.
Samkvæmt fréttum hefðu 10 000 000 farið langt með að bæta öllum sparifjáreigendum tjón sitt og bóta upphæðin hefði orðið ótrúlega miklu lægri ef sú leið hefði verið farinn. Samt var farin sú leið að bæta allt leið sem að kostaði óhemju fé.
Er þá ekki nauðsynlegt að þínu mati Anna að það liggi á borðinu hverjir tilheyra þeim fámenna hóp sem fékk í raun stærsta hluta innistæðutryggingana. Gæti verið að þar kæmu fram nöfn sem gætu hafa haft áhrif á það hvaða leið var farin og þar af leiðandi vanhæf til ákvarðanna töku. Í einhverjum tilfellum býður mér grunur óstaðfestur þó að þar sé um að ræða tölur vel yfir 19 000 000 í mörgujm tilfellum.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.7.2010 kl. 09:12
Þeir sem lagt hafa fyrir eru með axlarbönd og belti þegar kemur að því að tryggja innistæður þeirra eins og berlega hefur komið í ljós, og því mjög hæpið að þessi hlutir (Gengislánin) snerti fjármagnseigendur nema þá sem nú þegar hafa fengið afskrifaðar stórar upphæðir hjá erlendum lánadrottnum.
Það er nefnilega ein hliðin á þessum peningi að það þyrfti að upplýsa hversu mikið af þessum erlendu lánum fjármögnunarfyrirtækjana er búið að afskrifa, en það er alveg á hreinu að það sem þau hafa verið að láta fólk borga upp í topp (ólöglega) er búið að afskrifa að hluta eða öllu leiti.
Orðið á götunni er það t.d. að búið sé að afskrifa öll lán til íslenskra fjárfesta í japönskum jenum, og ef það er satt því erum við þá rukkuð fyrir það 100%...??
Það er nefnilega alveg rétt að skuldirnar hverfa ekki, ekki nema einhver fáist til að taka þann skell á sig, og það er réttlætismál að sá skellur sé ekki allur á bökum heimilana í landinu á meðan fjármagnseigendur og lánafyrirtæki standa með sitt allt á þurru....
Eiður Ragnarsson, 2.7.2010 kl. 09:14
Úps, var að fatta að maðurinn er líka neytandi og er því algerlega ófær um að tjá sig um neytendamál.
Vill líka minna á að formaður FÍB á stóran eiðslufrekan jeppa og er því sjálfkrafa algerlega ófær um að tjá sig um bensínverð. (hef reyndar ekki hugmynd um hvernig bíl formaður FÍB á, þetta er bara svona álíka fáránlegt dæmi)
Sigurður Ingi Kjartansson, 2.7.2010 kl. 09:20
Ég tek reyndar undir það með Eiði að það hefði átt fyrir löngu að vera búið að gera grein fyrir því hversu mikið er raunverulega eftir af þessum erlendum skuldum og hversu mikið var afskrifað; það hefði átt að vera útgangspunkturinn. Það veit nefnilega enginn lengur hvað er á bak við þessi lán. Ég er heldur ekki að verja raunverulega fjármagnseigendur, sem margir hverjir hafa auðgast á ósómanum heldur þá skattgreiðendur sem af einhverjum ástæðum tóku ekki þátt í kaupæðinu sem reið yfir þjóðina. Ég er líka alveg sammála því að fjármögnunarfyrirtækin hafa gengið fram af mikilli frekju og dónaskap gagnvart skuldurum og er í sjálfu sér alveg sama þó þau fari öll á hausinn. Það er hins vegar stórmunur á því að fá eðlilega leiðréttingu í takt við annað í þjóðfélaginu ogþví að fá gengistryggðum lánum breytt í óverðtryggð lán á 2,5-3% vöxtum í þeirri verðbólgu sem hér ríkir. Ég vil bara ekki sjá einhverja sem enga sök eiga að máli þurfa að axla byrðarnar en það er því miður stórhætta á að það gerist ef ekki er stigið varlega til jarðar. Þessi hópur á sér engan talsmann (nema kannski Pétur Blöndal) og er því það sem maður kallar þögull. Varðandi Gísla þá er ekkert að því að hann komi fram sem talsmaður "samtaka skuldara" en hann ætti ekki að koma fram fyrir hönd allra neytenda enda ver hann ekki hagsmuni þeirra neytenda sem minna mega sín og koma ef til vill til með að mæta enn og aftur verulegri skerðingu vegna nýrra skulda t.d. lifeyrissjóðanna og ríkissjóðs. Það er til dæmis undarlegt að hann hefur ekkert látið í sér heyra varðandi skertan lífeyri en það eru jú líka neytendur sem eiga þarna hlut að máli. Það er afaróheppilegt að hann velji þennan vetvang til að fjalla fyrst og fremst um mál sem varða hans eigin hagsmuni svo augljóslega. Ég reikna hins vegar með að Gísli útskýri afhverju þetta mál, þeas. skuldamálin eru honum svona miklu hjartfólgnari en t.d. lífeyrismálin.
Anna Ingolfsdottir (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 10:10
Það hefur verið reiknað út að heildarkostnaður gæti fallið á ríkið, skattgreiðendur, eða handhafa verðtryggðra lána sé allt að 100 milljarðar.
Ef allir 45 þús handhafar gengistryggðra lána hafa svo hátt lán (19 milljónir) þá er andvirði lánanna 855 milljarðar. Sennilega hafa því flestir talsvert lægri upphæðir að láni.
Ástæðan fyrir að hér er mögulega réttmæt gagnrýni á ferð, er að hann er á launum hjá skattgreiðendum (leiðréttið mig ef það er rangt), sem að 3/4 hlutum munu tapa ef kröfum gengislánsþega er fylgt út í ystu æsar. 1/4 sem eru gengislánsþegar græða hins vegar.
Ég er fylgjandi því að bankafólk sem stóð að þessu og harðneskjulegum innheimtuaðgerðum sé látið gjalda hressilega fyrir mistökin en vil hins vegar ekki vera dreginn niður í svaðið sjálfur, sem hafði enga aðkomu að þessum ólöglegu samningum.
Maður getur vel sætt sig við að standa undir kostnaði vegna þeirra sem geta ekki greitt sín lán en það er ekki nógu gott ef maður þarf líka að niðurgreiða neyslu þeirra sem er borgunarfólk fyrir raunvirði þess sem var lánað.
Þorgeir G (IP-tala skráð) 2.7.2010 kl. 10:25
Ég er enn ósammála þér Anna Gísli hefur fjallað um mörg önnur mál og gert það vel en það verða allir óhæfir sem talsmenn neytenda því öll erum við neytendur.
EN fræddu okkur á skoðun þinni um hvernig beri að refsa þeim sem að veittu lánin það var verið að dæma síbrotamann í fangelsi fyrir 3 flöskur hann rauf að vísu skilorð ég hef lesið að hér sé um að ræða 44000 ólöglega samninga á engin að fara inn fyrir þar ég tel það verulega einbeittan brotavilja.
Síðan er annar vinkill það er hvort að innistæðueigendur séu skaðabótaskildir það vill jú svo til að þessar aðgerðir bankana hafa áhrif á vísitölur og gengi og þar af leiðandi má örugglega finna út að eitthvað af vertryggingunni sé tilkomið vegna þess. Það er að aukin greiðslubyrði okkar lántakenda sé vegna þessara lána. Það er refsivert að þiggja eða nýta sér illa fengið fé og muni þannig að kannski bera innistæðueigendur skaðabótaábyrgð fyrir meðsekt verði sannað að eitthvað af vöxtum og verðbótum þeirra sé tilkomið vegna ofangreindra ó löglegu aðgerða.
En kannski það sé bara brot á lögum að kaupa sjónvarp eða ipod sem hefur misfarist Það virðist sem lausafé sé öllu öðru heilagra um þessar mundir á skerinu.
Ég set síðan enn spurningamerki við að draga lánamál einstaklinga inn í þessa umræðu er það vegna þess að rökin sem að menn hafa til að styðja ólögin séu ekki betri en að það þurfi að gera einhvað í þessa veru til að taka þá niður sem voga sér að vera á móti valdinu.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.7.2010 kl. 12:08
Við skulum berjast fyrir réttlæti það er ekki annað í boði eða hvað?
Sigurður Haraldsson, 6.7.2010 kl. 07:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.