Blessaðir rafbílarnir.

Það er að mínu mati oft gripið til einhvers til að dreifa athygli frá öðrum atriðum svo finnst mér vera um raunin þegar farið er að tala um að rafbílavæða Reykjavík hvernig á almenningur sem að Gylfi ætlar að arðræna vel og vandlega hvernig á sá almenningur að hafa efni á að rafbílavæðast á tíu árum. Síðan gleymist eitt það er skattheimtan á eldsneyti.

Halda virkilega einhverjir að þegar tíundi hver bíll verði orðin rafbíll að ríkið þurfi ekki að bæta sér upp tekjutap og það verður gert með þungaskatti því að rafbílar slíta götunum líka. Það er því ekki hægt að reikna með því að rekstrarkostnaður svona bíls verði einungis bundin raforku verði og síðan auðvitað vill OR að rafbílar verði sem flestir því þá selja þeir orku og við vitum að þeir ætla að hækka orkuverð. Eru flestir búnit að gleyma þungaskatti á díselbíla og eilífum mælaaflestri og athugun bifreiðaeftirlits út um allt land á vegmælum díselbíla.

Rafbílavæðing er af hinu góða það sparar gjaldeyri og er endurnýjanleg orka en mér finnst það draumórar að láta sér detta í hug að það verði hægt að miða rekstrarkostnað svoleiðis bifreiðar einungis við orkuverð. Ég mæli með því að menn krefji ríkisvaldið um svör við því hvaða skattlagningastefnu á að móta á rekstur slíkra bifreiða og OR svari því hver verður gjaldskrár stefna þeirra annars er hætt við að margir gætu lent með eignir sínar í þvinguðu söluferli áður en þá varir.


mbl.is Starfsmenn OR vilja áheyrnarfulltrúa í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband