Þegar fólk skelfist.

Þegar fólk verður ótta slegið heldur það oft hvort í annað og það virðist ríkistjórnin ætla sér að gera eftir því sem að Jóhanna segir.

"Ég held að þessi niðurstaða muni þétta raðir okkar í ríkisstjórninni," sagði Jóhanna í Silfri Egils í dag. Hún viðurkenndi jafnframt, að ákveðnir brestir hefðu verið í samstarfinu í tilteknum málum"

Betra er þó í þannig aðstæðum að gera eitthvað sér til bjargar eins og til dæmis að standa við gefin loforð í þessu tilfelli.

Ég dáist síðan að trúarstyrk Steingríms hann hvikar hvergi trúr sinni sannfæringu sem virðist að mínu mati helst vera sú að koma hér öllu norður og niður þannig að hægt sé að mynda hér öreigasamfélag það verður þó ekki alræði öreiganna miðað við undanfarin afreka lista heldur frekar einræði öreigavaldanna.

 "Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagðist trúa því enn að núverandi stjórnarsamstarf væri það besta og traustasta sem völ væri á og enginn bilbugur væri á honum"

Það er ekki annað hægt en að dást að honum

 

 


 


mbl.is Munum halda áfram okkar verki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Niðurstaða kosninga þéttir raðir þeirra,til hvers? Halda velli umboðslaus?                 Eru löglegir kjósendur óvinir,er þeim fyrirmunað að skilja að úrslitin lýsa megnri óánægju með ríkistjórnina. Hef þau sterklega grunuð um,að hlutast til um nýútgefna yfirlýsingu ESA. Þvílík þráhyggja að koma okkur á kaldan klaka. 

Helga Kristjánsdóttir, 31.5.2010 kl. 00:53

2 Smámynd: Benedikta E

Næsta sameiginlega baráttu-mál Steingríms og Jóhönnu verður að - afnema kosningaréttinn -

Þau vita það - þó vitlaus séu að þau verða aldrei kosin oftar - af Íslenskum kjósendum - þau treysta því ekki lengur að lygin þeirra gangi í kjósendur.

Benedikta E, 31.5.2010 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband