Það þarf meira en kjark.

Það er ekki nóg að hafa kjark til að stoppa í gatið það þarf líka verksvit til að vita hvernig best er að gera það.
Verks vit hefur að mínu mati vantað illilega hingað til, mér finnst eins og ríkisstjórnin hafi hagað sér eins og fjalla leiðsögumaður sem er komin með hóp af fólki fram á sleipa grasflöt á bjargbrún allir eru að renna fram af. Hann stekkur til og tekur í þá sem næst eru brúninni og hendir þeim einn meter upp til að seinka hinu óumflýjanlega fyrir rest renna allir þeir sem eru fyrir ofan á þá á brúninni og allt heila klappið fer framaf.

Hið rétta væri að kippa þeim sem eru ekki eins illa staddir upp fyrst og láta þá hafa reipi til að henda til hinna of nýta þannig sívaxandi fjölda þeirra sem eru öruggir til að hjálpa við að bjarga hinum. Á Íslensku þýðir þetta að það átti að skila til baka þjófnaðinum sem framin var á Íslenskum lántakendum í formi verðtryggingar þar sem forsendur voru falsaðar þeir myndu síðan hafa meira á milli handanna skattar og eyðsla yrði meiri velta meiri og hagkerfið færi að snúast.

Þetta skilja ekki núverandi stjórnvöld það mætti halda að þau væru aukaleikararí kúreka mynd þar sem þau eru í hlutverki hrottana sem eru að flæma fólkið af jörðum sínum til að ríki landeigandinn geti síðan yfirtekið þær vegna þess að þar finnst olía eða honum vantar beitiland. Það er eiginlega það eina sem að menni dettur í hug þegar horft er á aðferðirnar.

Nei má ég frekar biðja um minni kjark og meira vitrænt.


mbl.is Þarf kjark til að stoppa í gatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband