23.5.2010 | 10:41
Góð hagfræði
Hvað sem um málið má segja þá hefur þetta örugglega skilað Norðmönnum góðri ávöxtun sem að þeir hafa jafnvel getað aukið vel með því að draga lappirnar við lánalínur hingað svo engu yrði bjargað. Ábyrgðin er samt okkar að passa okkur ekki svo þetta kæmi ekki fyrir. En það er í raun komiskt að þeir stórgræði á því að taka þátt í að setja örríki á hausinn og síðan græða þeir enn meira á því að lána því til að halda því á hausnum um aldur og ævi. Enn komiskara er að þessi sjóður stærir sig af siðferðisreglum miklum að hann megi ekki fjárfesta í ýmsum hlutum vegna siðferðis ætli stöðutaka gegn þjóð sé ein af þeim eða er hún í lagi ef það er ekki Afríku þjóð heldur svokölluð frændþjóð. Þetta er enn eitt dæmið um það siðferði sem viðgengst í þeim heimi sem snýst um peninga og enn eitt dæmi um það að komin sé tími til að taka upp það hagkerfi sem að Jón Gnarr minntist á það er Ömmu hagkerfið.
Ég tel síðan að allar okkar ófarir séu Jóni Sigurðssyni að kenna og hans baráttu það er alls ekki nógu gott að leita bara aftur til Davíðs og Halldórs til að finna blóraböggla Snorri Sturluson gæti líka átt sinn þátt í þessu hann móðgaði jú konung norsku dalabændanna kannski er þetta vel skipulögð langtíma hefnd. Í alvöru hvenær ætla núverandi stjórnvöld og fylgismenn þeirra að hætta að horfa í baksýnisspegilinn og kenna öllum öðrum en sjálfum sér um ástandið í dag. Þegar þau gera það þá fer eitthvað að ske meðan þau gera það ekki hrynur af þeim fylgið og ekkert skeður sem fyrir mína parta er bara gott því ég tel það þjóðþrifa mál að losna við þessa stjórn sem fyrst.
Tók stöðu gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Besta leiðin til að verja sig gegn árás á gjaldmiðil er að passa gjaldmiðilinn. Íslensku bankarnir höfðu nánast ótakmarkað seðlaprentunarvald í gegnum vin sinn, Seðlabanka Íslands og systurbanka hans í Evrópu. Peningur sem er fjöldaframleiddur er í raun einskis virði.
Geir Ágústsson, 24.5.2010 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.