1.5.2010 | 13:36
Það þarf ekkert nýtt gildismat.
Það er ekki þverfótað fyrir þeim hugmyndum að hér þurfi nýtt þetta og nýtt hitt það þarf nýtt Ísland nýtt gildismat nýtt siðferði og guð má vita hvað.
Ég er á öndverðri skoðun hér þarf að henda öllu þessu nýmóðins og taka upp eldra siðferði og eldra gildismat það er ekki lengra síðan að ég man þá tíð að hér var nokkuð góður jöfnuður hér ríkti friður samhjálp og nokkuð gott siðferði síðan kom eitthvað nýtt og allt fór til fjandans.
Ég er því þeirrar skoðunar að það þurfi að henda öllu þessu nýja og taka upp aftur þær venjur sem að hér ríktu áður en hið nýja gildismat tók allt yfir. Hið gamla gildismat var fínt og margreynt við skulum ekki reyna að finna upp hjólið aftur heldur einbeita okkur að því að kenna börnum okkar og barnabörnum það gildismat sem að okkur var kennt af eldri kynslóðum. Ég hef trú á því að það séu fleiri en ég sem að muna í hverju það fólst og í raun hef ég trú á því að þeir sem muna það séu mun fleiri heldur en þeir sem leiðst hafa af leið það ber bara meira á þeim nú um stundir því ef einhverjir hafa glatað gömlum gildum að mínu mati þá eru það fjölmiðlarnir sem i dag leggja meira upp úr æsifréttum líðandi stundar heldur en dýpri pælingum um lífsins list svo selja fréttir af eðlilegum hlutum ekki auglýsingatíma.
Ég veit vel að heimurinn var ekki fullkominn áður fyrr en heldur ekki alslæmur og við skulum ekki gera okkur neinar grillur um að við getum skapað fullkomin heim en sá heimur sem að við höfum innleitt hér með hinum nýju siðum sem yfirtóku allt sá heimur er að mínu mati alslæmur og best að snúa til baka sem fyrst.
Innleiða þarf nýtt gildismat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.