28.4.2010 | 21:00
Slá ryki í augu fólks?
Getur verið að maður sé orðin svo tortryggin að ég sjái draug í hverju horni einhvern vegin þá leyfi ég mér að efast um það að hér sé allt eins og það á að vera. Fjárfesting er þegar að einhver fjárfestir til að fá arð af peningunum sínum og það að fjárfestir ætli að afsala sér gróða af fjárfestingu hljómar í eyrum mér eins og útburðarvæl. Gæti verið að arðinn eigi að taka í launa greiðslum fyrir störf í þágu fyrirtækisins eða á annan hátt. Ég bið forláts á að láta mér detta það í hug en fnykurinn af framferði því sem þessir ágætu fjárfestar stunduðu hér á landi er enn fastur í nefi mér og ég hreinlega trúi ekki einu orði af því sem að þeir segja og svo tel ég farið um fleiri. Hið eina rétta er að banna þeim aðkomu að fjárfestingum og atvinnu rekstri hér á landi svo lengi sem land er í byggð. Það er alla vega mín skoðun maður hýsir ekki þá sem að tóku með sér fjölskyldu silfrið síðast þegar þeir gistu jafnvel þó þeir segi að þeir hafi bara ætlað að láta fægja það.
Þingið kveður upp siðferðisdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skítalykt
Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 21:17
Alveg megn finnst mér
Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.4.2010 kl. 21:22
Já strákar mikið er ég sammála ykkur og sælir, mér er alveg farið að ofbjóða aftur og klæja í puttanna yfir að skrifa. En fannst manni alltaf skrifa neikvætt og var farin að hugsa eins og þú Jón, hvort maður sjálfur væri bara svona efins, en það er alveg að keyra um þverbak á siðferði gegn okkur fólkinu í landinu og spurning hvort það sé ekki stórt lögbrot framið hérna með þessari ríkisábyrgð sem þarf að gefa fyrir þessum eignarhlut hans Björgólfs sem yrði þá hans að nafninu til en okkar skuld ef hann á ekki pening.., svo það er aldrei að vita nema maður ætti að fara að gefa sér tíma í smá blogg aftur.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.4.2010 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.