22.4.2010 | 23:25
Ég mótmæli
"Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði á blaðamannafundi í Washington í dag, að efnahagsáætlun Íslands hjá sjóðnum gengi samkvæmt áætlun og tekist hefði að koma í veg fyrir algert efnahagshrun.
Þá sagðist Strauss-Kahn hafa samúð með íslensku þjóðinni vegna þess að hún sæti uppi með kostnaðinn vegna mistaka sem gerð voru innan allt of stórs bankakerfis."
Ég mótmæli því að háttvirtur Kahn gefi í skyn að það sé vegna einhverjar efnahagsáætlunar frá ASG að við súm að komast á lappirnar þeir hafa ekkert gert annað en að kúga okkur og draga lappirnar meðfram því að sinna starfi sínu sem vinnumenn Breta og Hollendinga.
Ég afþakka síðan alla þá samúð sem að þessi leiguliði stórveldanna þykist sína okkur og vil benda honum á að ég hef enn ekki skrifað undir þann kostnað og er í hópi þeirra sem að tel ekki rétt að gera það fyrr en á það sé reynt með lögum hvort vér eigum að gera það og að ekki eigi að gera það fyrr en búið er að berhátta óknyttastrákana og stelpurnar sem að rifu upp tjaldhælana svo að sirkusinn féll .
Komið í veg fyrir efnahagshrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.