Taka Vilhjálm á þetta

Ef þetta er eitthvað sem að misbýður fólki er einföld aðferð til að láta það í ljós það er það að fara í fyrramálið og taka út peningana á reikningum sínum og flytja þá annað. Ef menn eru ekki á móti þessari aðgerð þá gera þeir það ekki. Sjálfur á ég ekki peninga í viðkomandi Sparisjóð en ef einhver veit til þess að Byr hafi gert slíkt hið sama má hinn sami láta mig vita. Fólk fer eftir lögum sem sett eru þó þeim finnist þau vitlaus sjómenn sigla oft undir lagasetningu og fleiri lög hafa verið sett sem fólk er ekki sátt við. Sparisjóðir eiga að fara að lögum eins og aðrir. Fé er ekki ofar fólki og það þarf að fara að troða þeirri staðreynd ofan í þá sem  halda annað jafnvel þó að það þurfi að setja það þversum ofan í þá.

Svo ef þið hafið vanþóknun á þessu og tækifæri til að sýna hana þá notið það.


mbl.is Í mál á hendur ábyrgðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er réttur hvers manns (og lögaðila) í réttarríki að fá úrlausn sinna mála fyrir dómstólum, skiptir þá engu hvort um er að ræða lög sett af Alþingi, hver sem vill getur véfengt þau fyrir dómstólum og fengið úr því skorið hvort viðkomandi lög séu lögmæt...

Er ekki að segja að ég sé sáttur við þessa aðgerð bankans, vildi bara benda á þetta í ljósi þess sem þú segir um að menn verði að fylgja lögum, sama hvað tautar og raular

Cicero (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 20:24

2 identicon

Þetta er ógeðslegt og til háborinnar skammar fyrir SPV

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 20:50

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er rétt hjá þér Cicero að menn hafa rétt á að leita til dómstóla með sín mál Ég er svona frekar að velta fyrir mér því að í þjóðfélaginu virðist nú vera undiralda um breytta tíma gagnvart því hvernig okkur finnst fjármálageirinn hafa komið fram og geri enn. Það væri því rökrétt að fólk sýndi í verki þær hugsanir sem í gangi eru útí í þjóðfélaginu. Svona eins og Vilhjámur gerði en það virðist samt vera að við fjöldin þar með talinn undirritaður eigi ekki eins auðvelt með að sýna hug sin í verki eins og í umræðunni en fyrr en við gerum það breytist ekki neitt.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.4.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband