8.4.2010 | 16:02
Slysalegt nafn eða ?
Ég veit ekki hvort fleirum er þannig farið en ég myndi skýra fyrirtæki mitt alt annað en nöfnum sem að minna á útrásina því þau hljóma sem rauð dula á fjölmarga landsmenn þar á meðal mig. Það væri gaman að vita fyrir hvað Thor stendur í nafninu og hvernig eignarhald á þessu fyrirtæki er háttað. Ég mun síðan geyma fullyrðinguna um að 55 gangavers gámar geti skilað meira en öll stórðiðjan og hvernig verða viðbrögð umhverfisapparatsins þegar verður farið að drita gámum á alla hóla og leggja síðan línur að þeim.
Gott framtak ef að fyrrverandi útrásarvíkingar koma hvergi nærri og fullyrðingar um tekjur standast.
Thor Data Center gerir raforkusamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gaman væri að vita hversu lágt gólfið er þegar áætla þarf rekstur á lágmarkseiningu. Það er víða að finna vatnsorku sem virkja má án teljandi umhverfisáhrifa og í því væri mikið hagræði að finna verkefni fyrir slíka orku.
Árni Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 21:35
Ég tel nú alveg óþarfi að smána hið góða nafn þrumuguðsins Þórs, snúnu upp á engilsaxnesku, þó svo að Björgólfur heiti því nafni líka. Thor er sterkt og gott nafn úr goðafræðinni og ekkert að því að skýra alþjóðlegt gagnaver slíku nafni.
Árni Viðar Björgvinsson, 10.4.2010 kl. 04:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.