Ráðalaus velferðarstjórn.

Nú eru yndislegir páskar búnir yndislegir vegna þess að velferðarstjórnin hefur sennilega verið að úða í sig páskaeggjum og þess vegna látið okkur í friði.
En Adam var ekki lengi í Paradís og það var ekki komið morgunkaffi þegar að blóðþrýstingur undirritaðs var farin að ná nýjum hæðum enda sykuróþol ráðamanna komið í ljós og fréttir af nýjum áætlunum um að snúa við vösum landsmanna litu dagsins ljós, 90% af þeim fréttum sem bárust af stjórnvöldum í dag fjalla um skattahækkanir sem eru að vísu færðar í spariföt veggjalda og annarra dulnefna.

Það á að færa í lög " að læknar skuli gera trúnaðarlækni Umferðarstofu tafarlaust grein fyrir ef handhafi ökuréttinda fullnægir ekki þeim skilyrðum sem til hans eru gerð, hvað varðar andlega og líkamlega færni" Ég hef nú staðið í þeirri trú að menn þyrftu að standast læknisskoðun til að fá bílpróf og veit ekki til þess að það hafi breyst. Mér finnst þó að það sé þörf á því að setja lög um færni þeirra sem að stjórn landsins koma og tilkynni þjóðinni tafarlaust ef að einstaklingar standast ekki þær kröfur.

Það á að leggja aukaskatt á þá sem að þurfa að leita til höfuðborgarinnar og við fangarnir í gulaginu þurfum að borga fyrir að kíkja út fyrir múrana.

Nú síðan eiga sveitarfélög að fá heimild til að leggja á 20 000 kr gjald á eigendur bíla á nagladekkjum. Hinkrum aðeins við þetta mál. 

Sé vilji hjá stjórnvöldum að gera mönnum ókleift að aka á þeim búnaði sem veitir mest öryggi þá hljóta bíleigendur að eiga þá kröfu á ríki og sveitarfélög að þau sjái til þess að akstursaðstæður séu þannig að þær hæfi þeim öryggisbúnaði sem ráðamönnum er þóknanlegur.
Þetta hlýtur að þýða það að ef árekstrar verða fleiri þá bera stjórnvöld skaða af því svo tryggingar okkar hækki ekki þetta hlýtur eða ætti líka að skapa skaðabótarétt gagnvart ríki og sveitarfélögum verði slys og persónulega sé ég ekkert því til fyrirstöðu að ábyrgðar aðilar sem að svona lagasetningum standa svari fyrir það verði óhöpp og hljóti þá dóm jafnvel fyrir manndráp af gáleysi.

Það er nefnilega þannig í hinu venjulega lífi ef forráðamaður bregst þeirri skyldu að sjá til þess að þeir sem undir hans stjórn vinna fái eða noti þann öryggisbúnað sem þarf til að verkið sé hættulaust þá hefur hann skapað sér skaðabótaskyldu. Sama ætti því að mínu mati að gilda um samgönguráðherra sem er jú yfirmaður umferða verði slys vegna þess að fólki hefur verið gert ómögulegt að nota þann búnað sem bestur er miðað við aðstæður vegna gírugar löngunar ráðamanna í fé almennings.

Síðan vil ég benda okkar háu herrum á það að við fólkið í landinu hófum vinnu í morgun en erum ekki í páskafríi fram yfir næstu helgi það ætti að verða fyrsta verk alþingis þegar það kemur saman að afnema óhófleg jóla páska og sumarfrí sjálfs sín og færa að þeim frírétti sem að almennir borgarar þessa lands hafa.

Nóg að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þarna er ég sammála þér Jón. Svo ég taki nú bara sjálfa mig sem dæmi þá bý ég í um 40 km fjarlægð frá Reykjavík en þar stunda ég mína vinnu. Þar sem ég bý er ekkert mikið haft fyrir því að salta vegi eða moka. Ef lagt verður á vegagjald, þá þyrfti ég að borga það 2 sinnum á dag. Ef sektað yrði fyir að vera á negldum dekkjum í þokkabót þá yrði nú spurning fyrir mig hvort borgaði sig að sækja mína vinnu sem ég er búin að stunda í 20 ár. Svo hef ég tekið eftir því undanfarið þegar hálka hefur verið að það hefur ekki verið saltað í Reykjavík eins og undanfarið. Ef stjórnvöld telja þetta virkilega sparnað þá mega þau fara að hugsa sinn gang. Mannslífið er miklu meira virði og það á ekki að taka svona áhættur. 

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.4.2010 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband