1.4.2010 | 11:51
Að senda mönnum fingurinn.
Flestir vita hvað við er átt þegar sagt er að senda einhverjum fingurinn his klassíska f... merki. Það gera olíufélögin nú svikalaust ef gengið lækkar og jafn svikalaust þegar það hækkar þeim er hjartanlega sama um almenning enda vita þau að við erum svo sundurlaus hjörð að við gerum ekki neitt sem sást best á viðbrögðunum við þeirri aðgerð að skipta við eitt olíufélag. Síðan njóta þau verndar meðan að eignarhaldið liggur alla leið upp í stjórnsýsluna. Þessi síðasta hækkun þeirra ein og sér hefur hækkað íbúðalán landsmanna um einhverja miljarða sennilega og mun verða einn enn dropin sem að holar steininn og veldur því að lokum að stíflan brestur. En meðan landsmenn eru eins og stjórnvöld sem villikettir hlaupandi hver á eftir sínum fugli í stað þess að taka ljón sér til fyrirmyndar og veiða í hóp. Þangað til svo verður og við látum þetta yfir okkur ganga eigum við ekkert betra skilið.
Öll félögin hækka eldsneytisverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við mótmælum það er ekki annað hægt!
Sigurður Haraldsson, 1.4.2010 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.