Þurfum nýjan ráðherra.

Það er lágmarkskrafa að mínu mati að menn hafi trú á því sem að þeir vinna við. Það vill svo til að viðkomandi er að vinna með krónuna og á því ekki að tala hana niður. Krónan er ekki vandamálið það eru þeir sem að stjórna og kenna henni um vandamálin sem eru vandamálið. 1 króna er bara ávísun á ákveðin verðmæti og verðmætin þurfa að vera til staðar svo að hún sé króna. Gylfi er síðan en eitt dæmið að mínu mati um það hvernig þeir sem komast til valda virðast verða umskiptingar það sem áður var rétt að þeirra mati er nú rangt.

Hvenær ætlar Gylfi að leggja af verðtrygginguna ??????. Það má alveg gera það þó að gjaldmiðillinn heiti króna. Það þarf bara að hætta að miða hér allt við sýndarverðmæti á pappír og fara að taka upp raunhagkerfi þar sem að eitt læri er læri en  breitist ekki í fjárstofn á mánaðarfresti.


mbl.is Gylfi: Þurfum traustari grunn en krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

ó jú...krónan er sannarlega mikið vandamál.

Eyjólfur Sturlaugsson, 25.3.2010 kl. 22:57

2 identicon

Guð minn almáttugur, mig langar til að gubba þegar ég hlusta á fólk kvarta undan því að stjórnmálamenn "tali niður krónuna".

Það var nákvæmlega þessi hugsunarháttur sem hélt gamla genginu í þeirri trú að það væri hægt að sníða framhjá hruninu með því að blaðra og þvaðra gengið upp. Það er ekki skynsamlegt, né þá ábyrgt, að halda uppi gengi á hlut á orðstírnum einum saman. Þetta er pæling sem sjálfstæðismenn eiga mjög erfitt með að skilja. Eina leiðin til að halda í þessa krónu, er með því að byggja hana á einhverjum öðrum alþjóðlegum verðmætum sem halda virði sínu í kreppu.

Til dæmis væri hægt að binda krónuna við gull, en nú er einfaldlega ekkert vit í því að kaupa gull fyrir krónur. Annar möguleiki er að byggja upp gjaldeyrisvaraforða, en þá erum við í rauninni að skipta út gjaldeyrinum fyrir annan, nema haldandi í nafnið á krónunni. Krónan er sumsé í allra skásta falli tilgangslaus.

Sú tíð er liðin að hægt sé einfaldlega að setja á sig bindi og galgopast yfir krónunni til að hækka virði hennar. Við erum með allt niður um okkur. Þú ert að krefjast þess að ráðherrann haldi í einhverja ímyndað traust á krónunni.

Erlendir fjárfestar hafa fyrir löngu fengið nóg af því að hlusta á íslenska stjórnmálamenn þvaðra og blaðra um það hvað Ísland sé æðislega snjallt og ábyrgt. Erlendir fjárfestar eru að bíða eftir því að hér sé komið á fót kerfi sem eitthvað vit er í... og ef ráðherrann léti annað í skyn myndu erlendis fjárfestar einfaldlega fá það á tilfinninguna, með réttu, að hann væri blindur, heyrnarlaus og hefði ekki fylgst með seinustu 3 árin.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 23:42

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvað um vöruskipta kerfi ég fæ læri og þú færð ígildi læris.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.3.2010 kl. 08:15

4 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Þessi króna er algjört rusl, það er hlegið að þessum gjaldmiðli út í heimi. Þeir sem halda eitthvað annað eru í afneitun.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 26.3.2010 kl. 08:43

5 identicon

Jón: Við myndum alltaf enda með peningakerfi hvort sem er, og jafnframt mætti segja að peningakerfið eins og það er í dag virki þannig. Nú hefur þú læri, en ég hef lítinn farsíma. Hversu mikils virði er farsíminn í lærum? Hvað ef ég hef um að velja frá þér læri, eða bjórtunnu frá öðrum herramanni? Peningar eru í rauninni bara mælikvarði á verðmæti. Sem dæmi er einungus um 3-7% af peningamagni í umferð jafnan til í hörðum gjaldeyri... restin eru bara tölur á blaði, í formi skuldabréfa, hlutabréfa, innlánstrygginga og annarra slíkra hluta. Þegar maður fær yfirdráttarheimild hjá bankanum til dæmis, þá eru engir peningar lagðir fram beinlínis. Maður fær í rauninni loforð um lán frá bankanum, en peningarnir sem maður eyðir af yfirdrættinum eru hvergi til. Bankinn stólar á að hafa rekstrarfé til að sinna neyslu notenda sinna, og ef þetta er farið að hljóma svolítið eins og spilaborg fyrir þér, þá ertu byrjaður að skilja hvernig þetta virkar. Vandinn við bankakerfið er nefnilega alls ekki að í því séu peningar... heldur hvernig þeir verða til. Þeir verða til úr lánum.

En hér er vandinn. Hvað hindrar mig í því að krota niður á blað "ígildi læris" og láta þér í té gegn læri? Ekkert! Þú getur lánað mér lærið og ég bara lofa að borga þér til baka seinna, kannski með kaffibolla sem vexti. Lærið er ennþá til staðar, ennþá raunveruleg verðmæti, en loforðið sem ég gaf þér er hvað? Það er orðið að peningum. Þú gætir lent í peningavandræðum og viljað selja öðrum lánið á aðeins minna en læri, og nýi eigandi lánsins græðir þá eitthvað smávægis gegn því að hjálpa þér þegar þig vantar pening strax. Á þessum tímapunkti er lánið sjálft... ígildi lærisins á blaði, orðið að peningum. Yfir 90% peninga í umferð eru í þessu formi, þ.e. skuldabréfa, innlánstrygginga, yfirdráttar, hlutabréfa, sjóðsbréfa og svo mætti lengi telja. Krónan er bara mælieiningin sem er notuð, á sama hátt og að kílómetrinn er bara mælieining á fjarlægð, nema að kílómetrinn mælir eðlisfræðilegt fyrirbæri á meðan peningar mæla... gettu hvað, mannlegt gildismat.

Með öðrum orðum eru peningar framleiddir úr lánum. Þegar síðan lánaforsendurnar bresta á stórum skala, svosem ef nógu margir klikka á að borga lánin sín, þá kemur skyndilega í ljós að ég get ekkert borgað til baka þetta læri sem ég fékk að láni hjá þér upprunalega. Gaur kemur til mín með pappír þar sem stendur skýrt að ég skuldi honum lærið sem þú lánaðir mér upprunalega, en ég einfaldlega á ekkert læri. Ég er bara löngu búinn að éta það. Hinsvegar á ég minnismiða hérna fráhonum Gauja á Eyri sem hann lét mig hafa fyrir tveimur lærum sem ég lánaði honum. Þannig að ég fer og innheimta það... en þá kemur í ljós að hann bjóst ekki við að borga það fyrr en eftir ár þannig að hann á ekkert læri heldur! Og ef hann á ekkert læri, þá á ég ekkert læri. Skuldabréfið sem þú fékkst, og skuldabréfið sem ég fékk, eru hvort tveggja verðlaus. Og þegar þetta gerist, þá er komin svokölluð kreppa... og öll viðskipti stíflast.

Gjaldeyrinn sjálfur verður síðan verðlaus þegar hann er notaður á afmörkuðu svæði til allra viðskipta. Þess vegna væri í rauninni best ef allur heimurinn notaði sama gjaldeyri, en þá kemur pólitíkin inn í málið, svosem hver eigi að stjórna magni gjaldeyrisins í umferð... eða hvort það eigi að stjórna því yfirhöfuð (eða bara láta það ráðast af markaðslögmálunum, sem hefur gjörsamlega og algerlega brugðist eins harkalega og það gat í hruninu). Ég lít á markaðslögmálin sem náttúrulögmál sjálfur, en þegar það kemur að því að láta peningaframleiðslu fara eftir framboði og eftirspurn, þá hrynur kerfið óhjákvæmilega vegna þess að eftirspurnin er botnlaus, og framleiðslan sömuleiðis. Slíkt kerfi getur ekki haldið jafnvægi og þetta áttu sjálfstæðismenn að vita fyrir hrun (eins og ég).

Sagan verður lengri en þetta og sérstaklega ljót þegar hin ýmsu trikk sem bankarnir nota til að framleiða peninga verða ljós, en þetta kerfi hefur aldrei verið réttlætt frá siðferðislegu sjónarhorni, einungis frá þeirri efnahagslegu reglu að þetta kerfi sé rosalega gott fyrir efnahaginn... en sú kenning afsannaðir umfram jafnvel óskynsamlegan vafa við hrun. Þetta hrun var í reynd hrun kenningar sem segir að bankar eigi að mega framleiða eins mikið af peningum og þeir vilji. Það sé þeirra áhætta. Það er einfaldlega ekki tilfellið.

Þetta varð nú svolítið "rant", en hvernig sem maður lítur á það, þá er óhjákvæmilegt að notast við peningahagkerfi. Peningar eru ekki seðlar og mynt, þeir eru mælikvarði á hvað svosem fólk kallar verðmæti sem hægt er að skipta út fyrir önnur.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 13:13

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mér likar þessi hagfræði hjá þér Helgi og ætla að velta upp spurningu hér seinna í kvöld og sjá hvort að þú eykur skilning minn á henni en nú er það sólin sem á allan huga manns enda ekki van þörf á einhverri birtu þessa dagana .

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.3.2010 kl. 16:31

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ok Helgi kannski geturðu frætt mig á einu tökum extra tyggjópakka sem kostaði fyrir hrun 90 kr sem var ein evra í dag kostar hann 260 sem er greinilegt að álagning hefur aukist en segjum að tímakaupið hafi verið 90 kall svo að eg var einn tíma að vinna fyrir pakkanum og segjum að 1 evra hafi verið evrópu verð á honum og allir með einn extra pakka a tímann  nú er ég tæpa 3 tima sem er að hluta til vegna gengisfalls Ef gengið yrði nú evra í dag er þá ekki búið að festa mig í þrefalt lægri lífgæðum en hjá þeim sem hafa aðrar evrur ég er ju 3 tíma að vinna fyrir pakka sem þeir eru einn tima að vinna fyrir.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.3.2010 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband