Að stinga höfðinu í sandinn.

Þó maður reyni að gleðjast yfir því litla sem gert er þá er það svo lítið og máttlaust að það er varla hægt að gleðjast yfir því. Að það eigi að eiða næstu 2 til 3 árum í að rannsaka málið er bara staðfesting á því að það á ekki að gera neitt því að ríkistjórnin er algjörlega staðföst í því að vernda hagsmuni umbjóðenda sinna og ég held að það sé öllum orðið ljóst að hún telur alþýðu þessa lands ekki til umbjóðenda sinna.

Hún stingur höfðinu í sandinn og vonar að þegar hún dregur höfuðið upp aftur verði allt orðið gott og fólkið búið að gleyma öllu. Eftir þrjú ár er nefnilega hægt að segja Við viljum gera okkar besta en bara getum það ekki það er allt orðið fyrnt en verið samt ánæg við færðum siðferði ykkar á hærra plan og bönnuðum nektardans.   

 en mér stekkur ekki bros yfir þessum aðgerðum Gylfa og finnst hann orðin breyttur maður frá því að hann hélt tölur sem mátti skilja að væru hans sýn um betri stjórnarhætti hér.


mbl.is Rannsókn á skuldastöðu heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þeir byrjuðu á að slá skjaldborg um fjármagnseigendur og útrásarvíkingana, núna er búið að afskrifa flest öll kúlulánin og afskrifa yfir 1000 milljarða hjá þeim og kúlulánsþegar komnir í fínar stöður í þessum nýju bönkum. Núna á að snúa sé að almenningi og svo er sagt "því miður þá er ekkert hægt að afskrifa, það myndi setja bankana á hausinn" þessi ríkisstjórn byrjaði a þveröfugum enda.

Sævar Einarsson, 23.3.2010 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband