23.3.2010 | 16:42
Siðferðiskennd þingheims ljós.
Miðað við þess afgreiðslu og þann hraða sem þetta frumvarp fær í gegnum þingið þá er það ljóst að það sem misbýður þingheimi er nekt.
En skildu þeir hafa litið í spegil og séð nekt sjálfs síns sem að misbýður þjóðinni þá nekt að þeim finnst það í góðu lagi að heil þjóð sé sett á hausinn og gerendurnir séu endurreistir hver á fætur öðrum og ég gæti hér skrifað langan lista um það siðferði sem að ég á við hér.
Ég skil ekki hvernig þingmenn með svo háa siðferðiskennd og þeir gefa sig út fyrir að hafa að sínu mati geta litið framan í sjálfan sig í spegli. Mér er persónulega andskotans sama um nektardans en ég er orðin leiður á því að hafa 63 aðila í vinnu sem virðast ekki hafa hugmynd um hvaða ástand ríkir hjá þjóðinni og hvaða mál þurfi að hafa forgang.
Já og hvers vegna hundskuðust þeir ekki til vinnu fyrr en 4 í gær og eru svo að fara í lengra páskafrí en skólakrakkar sem er óréttlátt skólakrakkanna vegna sem að öllum líkindum eru all skarpari en sá hópur sem nú telur sig hafa bjargað siðferði þjóðarinnar. En þessi hópur gleymdi bara alveg að skoða eigið siðferði fyrst.
Eftirfarandi setning Sifjar leiðir til þess að Framsóknarflokkur bætist á sístækkandi lista aldrei að kjósa flokka í lifi mínu Siv sagði
Það gleður mig að finna þennan ferska andblæ sem skynja má hér á Alþingi þegar kemur að jafnréttismálum, sagði Siv og minnti í því samhengi á nýlegt bann við kaupum á vændi sem og ákvörðun um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Benti hún á að rúmur aðlögunartími væri í frumvarpinu enda taki það ekki gildi fyrr en á miðju sumri. Samþykkt þessa frumvarps sýnir hve vel Alþingi Íslendinga getur tekið á jafnréttismálum.
Það sýnir semsagt ferskleika að ákveða um leið og bannað er að sýna tól og tæki eru sett lög um að það séu tólin sem ráði því hvort fólk fær sæti í stjórnum og vinnu Samþykkt þessa og fleiri frumvarpa sýnir mér ekki hve vel Alþingi getur tekið á málum heldur hve lífsnauðsynlegt er orðið að henda 90% af þeim sem eru þar út og á hinn almenna vinnumarkað svo að þeir vakni til vitundar um hvernig líf sem ekki er lifað á hinu opinbera er.
Alþingi bannar nektardans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rólegu, það stefnir allt í það að þjóðin kjósi þetta lið aftur.
Kristinn Sigurjónsson, 23.3.2010 kl. 17:09
Ég er nú eiginlega pollrólegur þó ég sé orðin alveg bit á oss þjóðinni að við skulum horfa upp á þennan skrípaleik dag eftir dag Hvað eru annarrs búnir að vera margir vinnudagar á hinu há alþingi frá áramótum og njóta menn fullra launa í öllum þessum fríum
Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.3.2010 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.