Kynjaskipt ánægja.

Ég velti því fyrir mér  hvort að geti verið að ánægjan innan Samfylkingarinnar sé kynjaskipt alla vega hef ég ekki séð karlahreyfingu Samfylkingarinnar álykta um ánægju sína með árangurinn þó að hann sé góður eins og sjá má.

Ríkisstjórnin hefur eins og sagt er
"tekist á við eitt erfiðasta verkefni sem nokkur ríkisstjórn hafi staðið frammi fyrir, að endurreisa íslenskt efnahagslíf við afar erfiðar aðstæður"   Hvaða endurreisn.
" Mörg stór verkefni bíði en ekki megi gleyma að á sama tíma hafi margt áunnist í íslenskri kvennabaráttu" Það er búið að banna nektardans en hefði þó verið gott að fá atvinnu í staðinn ekki satt.

"Þá eru einstæðir foreldrar í langflestum tilfellum konur. Konur og börn af erlendum uppruna eru í sérstakri áhættu fyrir félagslegri mismunun"  Hvað er búið að skera mikið niður í mæðraskoðun fæðingarorlofi og félagslegri þjónustu þeim atriðum sem þessir hópar þurfa mest á að halda.

"Sveitarstjórnir og ríkisvald skulu taka mið af þessum staðreyndum í ákvörðunum og aðgerðum sínum" Það gerðu þær heldur betur og juku styrki til listamanna og bæta vinum á jötuna meðan að atvinnulífinu er að blæða út.

"Miklu skiptir að ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar sé leiðandi í samstarfi og stuðningi við konur og samtök þeirra á alþjóðlegum vettvangi af framsýni og myndarbrag" Skipta karlar engu máli fyrir Samfylkingarkonur.

Það er athyglisvert að allir stjórnmálaflokkar virðast hafa kvennahreyfingar, ég sé aldrei minnst á karlahreyfingar þessara flokka eru konur innan flokkanna sér hagmunahópur mér er farið að sýnast svo að hér sé um sérhagmunahópa að ræða stofnaða til að ná fram sérhagmunum kvenna sem er í sjálfu sér allt í lagi en hefur þó vakið upp með mér áleitna spurningu sem að ég ætla að skella hér fram alveg ískaldur eða skjálfandi á beinunum.

Smurninginn er sú hvort að einstaklingar eða hópur sem hefur það að markmiði að ná fram auknum réttindum á kostnað annarra sé hæfur til að gæta þeirra sem að þessi hópur vill minnka réttindin hjá. Eru til dæmis hvitir Ameríkubúar rétti hópurinn til að gæta réttinda mála svartra og öfugt nú eða Palestínumenn rétti hópurinn til að gæta réttinda Ísraelsmanna og öfugt.

Eftir að hafa spurt mig að þessu þá finnst mér athyglisvert að spyrja sjálfan mig spurningarinnar og gaman væri að hið fræðalega samfélag gerði úttekt á þessu.
Spurningin er einföld. Eru þá konur sem vinna að auknum réttindum annars kynsins og auðvitað karlar líka hæf til að ala upp það kyn sem þau vilja taka réttindin frá. Hvað finnst ykkur mér finnst þetta athyglisverður flötur til að hugsa um í allri þessari umræðu um aukinn rétt sumra því að aukinn réttur eins þýðir minni réttur annars.

Fyrir mér felst svarið í ályktunninn frá þessari hreyfingu þar sem stendur "Miklu skiptir að ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar sé leiðandi í samstarfi og stuðningi við konur og samtök þeirra á alþjóðlegum vettvangi af framsýni og myndarbrag" Segir það ekki allt sem þarf

Höfundur er jafnréttis og lýðræðissinni sem vill að hver einstaklingur njóti sama réttar án aldurs kynferðis eða holdafars.


mbl.is Samfylkingarkonur ánægðar með störf forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband