12.3.2010 | 08:05
Algjörlega nauðsynlegt.
Þetta var algjörlega nauðsynleg aðgerð að mínu mati því hvernig á annars að vera hægt að afskrifa skuldir vina og velgjörðarmanna sinna nema með því að kaupa lán annara á undir 50% verði og rukka það síðan inn að fullu og helst hirða líka allar eignir af viðkomandi. Þarna á ég við hinn venjulega Jón og Gunnu ekki Jón og Gunnu velferðarstjórnarinnar og bankakerfisins.
Í mínu uppeldi var þetta flokkað sem ósiðlegt allt að því glæpasamlegt einnig fyrirlitlegt skammarlegt auðvirðilegt og álit fólks á meðborgurum sínum sem stunduðu svona kaup var ekki mikið ég kann mikið fleiri ljót orð sem notuð voru um þetta.
En tímarnir eru breyttir í hinu Nýja Íslandi það breyttir að ég tel algjöra nauðsyn á því að fá það gamla aftur Strax!
Fólkið sem að síðan stendur í forsvari fyrir þessum stofnunum ætti síðan að velta því fyrir sér hvort að það er nóg afsökun að segja ég vinn bara hérna, ég tel ekki ég tel að starfsmenn séu ábyrgir að hluta fyrir aðgerðum yfirmanna sinna um það hafa reyndar fallið dómar bæði í Haag og Nurnberg.
Lánin færð yfir á hálfvirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og ekki nóg með það heldur gengu glæpaspírurnar í Kaupþingi lengst með stórkostlegri árás á krónuna og tilheyrandi gengisfalli og verðrýrnun sem bitnaði beint á hinum almennu launaþrælum og heimilunum í landinu ...en sjálfir stórgræddu þeir á glæpnum og byggðu sér sumarhallir, keyptu þotur og höguðu sér eins og alkar í áfengisverslun.
corvus corax, 12.3.2010 kl. 08:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.