Sáðir fræi í frjóan svörð

Svo segir í dægurlagatexta einum.

Haft er eftir Helga "Þá sagði hann niðurrifsöflin blómstra í þjóðfélaginu og frjór jarðvegur sé fyrir neikvæðni, hefnigirni, reiði og hatur."

Hvað heldur maðurinn hér var farið um og sparifé landsmanna rænt, eignir fólks gerðar upptækar, en eignum annarra bjargað, tækifæri barna sumra í framtíðinni takmörkuð en annarra aukinn svindlað og logið að fólki og gerendurnir ætla að komast upp með það.

Það var ekki alþýðan sem gerði þetta það var annar hluti þjóðfélagsins það var ekki sá hluti sem að gengur til vinnu sinnar við framleiðslu tækin kl 8 á morgnanna.

Alþýðan sáði ekki útsæðinu en hún er svörðurinn sem sáð var í og miðað við það illgresi og umgengni sem að akrinum var boðið upp á skildi engan furða að til verði frjór jarðvegur fyrir neikvæðni, hefnigirni, reiði og hatur.

En ég tek ofan fyrir Íslenskri alþýðu það er varla til agaðri alþýða hér í heimi í mörgum löndum þar sem fólki hefði verið boðið upp á það sem að Íslenskri alþýðu hefur verið boðið upp á undanfarna mánuði hefðu orðið dapurlegri atburðir heldur en pottaglamur. Svo mikill er agi hinnar Íslensku alþýðu hafi hún þökk fyrir en muna skildu menn að svo má brýna að bíti.

Ég mælist til að fólk hætti að tala niður til okkar sem boðið er upp á þennan skrípaleik ég vil frekar að farið sé að virða okkur og hrósa fyrir þolgæðið, en vita skuluð þið að það er að endimörkum komið.


mbl.is Frjór jarðvegur fyrir hefnigirni og hatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Amen. Þessi Helgi ætti að gæta sín, því það er alveg útilokað að þolinmæði, miskunn og ró fólks haldi að eilífu. Hann gætir sín á að kenna engu um í sinni ræðu sem styggt gæti peningamennina sem stóðu í spillingunni. Nefnir spillingu ekki einu einasta orði. Þaðan af síður spillingu og offarið sem einkenndi stóriðjuframkvæmdir á Íslandi.

"Þetta var útlensk kreppa" og kreppan "dundi á okkur" - Hann talar eins og þetta komi utanaðfrá. Er þarna kominn enn einn gaukur sem tékka ætti á?

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.3.2010 kl. 14:59

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Góðar athugasemdir, Jón.

Það þarf að gefa fólki tækifæri til að fara í gegnum það "sorgarferli" sem er eðlilegur fylgifiskur hrunsins. Hluti af því ferli er sú reiði og neikvæðni sem Helgi víkur að, og engin ástæða að gera lítið úr þeim tilfinningum. Þær eru bara ofur eðlilegar miðað við það sem fólk hefur mátt horfa upp á án þess að geta hreyft hönd né fót til að hamla gegn ósómanum.

Sá dagur mun hins vegar renna upp, sem Helgi vísar til í ræðu sinni, og þá fara menn að hreinsa til eftir hamfarirnar.

Flosi Kristjánsson, 4.3.2010 kl. 15:03

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Góðar athugasemd hjá þér Jón eins og svo oft áður

Hreinn Sigurðsson, 4.3.2010 kl. 17:24

4 identicon

Vel mælt.

Nú er víst að þráðurinn styttist hjá fólki sem allajafna myndi teljast til rólyndismanna. Svona yfirlýsingar hrokafullra manna gerir það eitt að hella olíu á eld. Þegar eru byrjaðir að myndast hópar sem tilbúnir eru til róttækra aðgerða. Reiðin er að magnast allverulega og er ég hræddur um að það styttist í blóð.

Kannski er það óumflýjanlegt.....

Guðgeir Kristmundsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 19:52

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitinn ég hef alltaf talið mig til dagfarsprúðari manna en verð að viðurkenna að það er farið að ólga í mér og þannig er það með ótrúlean fjölda dagfarsprúðs fólks sem að ég þekki. Stjórnvöld verða að fara að syna einhvern árangur annars er þeirra tímí liðin. Síðan held ég að það sé margt vitlausara en þjóðstjórn nú.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.3.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband