23.2.2010 | 13:21
Litlu verður Vöggur fegin.
Ekki er nú metnaðurinn að flækjast fyrir sumum leiðtogum okkar að mínu mati að telja þetta eitthvað skárra en þann ógeðsdrykk sem að áður var boðið upp á
Það er ekkert betra að borga minna af einhverju sem að við eigum ekkert að borga og það er ömurlegt að heyra þennan málflutning manna sem að ættu að vera framverðir þjóðarinnar. það eina sem ásættanlegt er í þessu máli er að það verði ekkert borgað enda ber okkur engin skilda til þess.
En kannski eru samningamál ekki sérsvið utanríkisráðherra en hann virðist þó hafa nef fyrir hvenær best sé að selja stofnbréf. Kannski væri hentugra fyrir okkur íbúa þessa lands að hann tæki að sér Fjármálaráðuneytið.
Síðan ítreka ég það enn og aftur að ég vil kjósa um Icesave skilyrðislaust. Og ég segi nei.
Nokkuð góð staða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála!
corvus corax, 23.2.2010 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.