Að geta gert tvent í einu.

Það er komin tími til að stjórnvöld snúi sér að því að mynda hina margumtöluðu skjaldborg um heimilin. Stjórnvöld hljóta að geta gert tvennt í einu og með því að hætta að velta sér upp úr reikningi sem að við eigum að mínu mati ekki að borga ættu þau að geta farið að hugsa um fólkið í landinu. Ef þau sleppa síðan þessu ESB bulli þá gætu þau jafnvel líka hugsað um endurreisn atvinnulífsins.

Það sem skilur á milli góðs stjórnanda og lélegs er hæfni hans til að forgangsraða, sú hæfni virðist ekki til hjá núverandi stjórnvöldum. Þar er forgangsraðað á óskiljanlegan hátt alla vega fyrir almúgann sem þó er farin að gera sér í hugarlund að kannski sé fogangsraðað svona með vilja og vitund stjórnvalda en þá er líka ljóst hvar hin umtalaði almúgi er í forgangsröð hinna háu herra og kvenna. Þar virðist gilda ég um mig frá mér til minna vina og venslamanna.


mbl.is Felur í sér lækkun á greiðslubyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband