19.2.2010 | 20:04
Ég hef áhyggjur af stjórnvöldum
Ég hef áhyggjur af elskulegum stjórnvöldum þessa lands þau virðast þjást af einhverju sem að ræðst á skilningarvit þeirra og sviptir þau sambandi við rauntíma. Þau eru bara ekki í sambandi við þjóðina.
Það er ekkert erfitt að meta þennan samning það er takki á pappírstætaranum á honum stendur on og off maður setur á ON og stingur síðan blaðinu í og sendir það í endurvinnslu.
Ég ætla ekki að borga skuldir sem aðilar sem ekki virðast hafa verið starfi sínu vaxnir stofnuðu til
Því vil ég kjósa og segja Nei við Icesave.
Erfitt að meta nýtt tilboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jón
Við eigum ekki að borga einn einasta eyri
Jón Snæbjörnsson, 19.2.2010 kl. 20:37
Já takk Jón. Ég er sammála þér nú sem áður. Þetta leikrit hennar Jóhönnu er að verða ansi þreytt og langdregið. Við þurfum að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við borgum eður ei. Ef þessi stjórn vill ekki gera það sem þjóðin vill þá hlýtur skjaldborgin sem Jóhanna keypti til að verja Alþingi að fara að koma að góðum notum. Mér liggur við að segja, vonandi.
assa (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 20:50
þegar þessu er lokið þá kalla ég eftir heiðarlegu fólki til að vinna fyrir land og þjóð
Jón Snæbjörnsson, 19.2.2010 kl. 21:04
Takk assa og nafni ég er hjartanlega sammála þér
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.2.2010 kl. 21:17
Algerlega tek undir hvert orð. Og góð og lifandi lýsing, Jón Aðalsteinn. Já, það hlýtur e-ð að hafa ráðist á skilningarvit þeirra, það getur bara ekki annað verið. Og inn í tætarann með ólöglega bréfadrastlið!
Elle_, 19.2.2010 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.