Hvers vegna segi ég nei við Icesave 3 (trúverðugleiki)

Mikið hefur verið rætt um að það verði að borga Icesave svo að þjóðin haldi trúverðugleika sínum.
Hefur þjóð trúverðugleika hvað er trúverðugleiki er hann eitthvað áþreifanlegt hvernig er hægt að ákvarða hvort að einhver hafi trúverðugleika eða ekki.
Frá mínum bæjardyrum séð er það trúverðugleiki ef ég segist ætla að gera eitthvað og geri það. Þannig ávinn ég mér trúverðugleika. Það hefur ekkert með minn trúverðugleika að gera hvort nágranni minn stendur við sitt eða ekki. Því er trúverðugleiki bundin einstaklingum en ekki þjóðum að mínu viti.

Það hefur ekkert með trúverðugleika okkar sem þjóðar hvort við borgum Icesave eða ekki. Við sem þjóð lofuðum aldrei að borga. Heimildir segja að forráðamenn banka eins hafi sagt að við ætluðum að borga ef illa færi. Þeir hafa að vísu sagt að það sé rangt eftir haft. En hafi svo verið þá er það trúverðugleiki viðkomandi sem er brostin ekki Íslensku þjóðarinnar.

Sé hins vegar rétt að við öðlumst trúverðugleika með því að borga Icesave þá er hann efnislegur hlutur og hægt að markaðasetja hann. Því má stofna verslun sem að selur trúverðugleika það má pakka honum í gjafaumbúðir selja hann með raðgreiðslum eða það sem mönnum dettur í hug. Því það er ljóst að ef það að borga eitthvað sem að við höfum ekkert með að gera, gefur okkur hinn margumrætta trúverðugleika þá erum við ekki að borga skuld heldur að kaupa okkur trúverðugleika. Það má síðan velta því fyrir sér hvernig þeir sem hafa trú á keyptum eiginleikum hugsa trúverðugleikinn er þá orðin einhverskonar fegrunar aðgerð keypt fyrir ákveðin pening.

Ég þarf ekki að kaupa mér trúverðugleika ég hef ekkert glatað af þeim sem að ég hef. Hafi einhverjir glatað sínum þá er það þeirra vandamál að endurvinna hann, þeir þurfa að gera sér grein fyrir að hann fæst ekki fyrir peninga heldur er hann áunnin með hegðun og framkomu. Trúverðugleiki er ekki markaðsvara og hefur aldrei verið þó að einhverjir virðist halda það til að öðlast hann er engin sérleið til því eins og ég sagði áður þá er hann áunninn. Ég hef ekki geð í mér til að borga trúverðugleika annarra úr eigin vasa, þeir geta gert það sjálfir.

Því vil ég fá að kjósa og ég segi Nei við Icesave því Icesave kemur trúverðugleika Íslensku þjóðarinnar ekkert við.


mbl.is Samninganefndin á leið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég segi það sama ég vil kjós til að geta sagt NEI og það á ekki að fresta þessu.

Ómar Gíslason, 18.2.2010 kl. 21:33

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

takk fyrir innlitið ég eins og hef komið fram áður ætla að reyna að skrifa færslu nokkuð daglega út frá stikkorðum sem að ég hef tekið úr umræðunni og vega og meta út frá þeim hvort að svarið er nei eða já. Það má koma fram að við einu af þeim orðum sem að ég hef skrifað hjá mér er svarið kannski en annars bara nei. Þó reyni ég að meta þetta eins hlutlaust út frá því sem að ég hugsa og hægt er

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.2.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband