13.2.2010 | 20:13
Hvaða filflagangur er nú á ferðinni.
Icesave málið hefur kennt mér að þar sem er lykt þar er kúkur svo nú er spurninginn hverju á að læða inn undir dyragættina hjá okkur. Í gamalli kennslubók í reikningi sagði. Ari litli á 5 epli sem kosta 1 krónu hvað fær hann margar krónur ef hann selur öll eplin svarið var 5 krónur þó að hann seldi þau eitt í einu eða öll á einu bretti. Svo hlýtur einnig að vera um eignir Landbankans þær eru einhver stærð sem að ekki bjargar Iceasave klúðrinu hvernig sem þær eru seldar. það er þó ekki aðalmálið heldur er aðalmálið það að.
Þjóðin vill fá að greiða atkvæði um málið
Hvað er svo flókið við þessa einföldu staðreynd að engin ollar ágætu ráðamanna virðist skilja hana.
En þarf kannski að breyta gjaldþrotalögunum svo að þau henti einhverjum enn betur og þetta sé gott tilefni til þess. Hmmmmmmmmmm sorry an traust mitt á stjornvöldum og fjámálageira er algjörlega horfið.
Gjaldþrotalögum breytt fyrir Icesave? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er ekki hissa þó traustið sé lítið. Ef ég hef skilið málið rétt hinsvegar, þá snýst þessi hugmynd um að nýta eignir þrotabúsins að fullu í þágu Íslands í stað þess að skipta þeim á milli Íslands, Hollands og Bretlands, eins og hingað til hefur verið krafist. Einnig að þannig megi hugsanlega koma eignunum fyrr í verð svo hægt sé að borga strax inn á IceSave kröfuna og sleppa við vexti. Hvort þetta er raunhæft á eftir að koma í ljós, en ef það tekst verður ríkisábyrgðin óþörf og málið dautt.
Þessi leið er í reynd sú sama og ég lagði til og hef haldið á lofti frá þeim degi er Bretar gerðu þessar umræddu eignir upptækar með hryðjuverkalögum. Mig grunar að óformlega sé einmitt verið að stinga upp á því við Bretana að þeir haldi einfaldlega herfanginu, gegn því að Íslendingar láti af frekari uppreisn gegn þeirri stefnu sem bresk stjórnvöld hafa markað sem er að láta almenning borga brúsann fyrir tap einkafyrirtækja. Ef rétt reynist er það ánægjulegu breyting á afstöðu íslenskra stjórnvalda til málsins og skref í rétta átt fyrir hagsmuni Íslands, en þá verðum líka að gæta þess að skilaboðin sem við höfum verið að senda út um heiminn með góðum árangri haldi áfram að heyrast: VIÐ ÆTLUM EKKI AÐ BORGA SKULDIR ANNARA.
Mikil umfjöllun erlendis um ákvörðun forsetans að vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu hefur nefninlega virkað sem vonarneisti fyrir fólk í öðrum löndum sem er í sömu sporum og vill gera uppreisn gegn kúgunarvaldi fjármálakerfisins. Ef þetta skrímsli á ekki að gleypa okkur öll á endanum þá verðum við að rísa upp gegn því og brjóta á bak aftur, það er næsta víst að núverandi kynslóð stjórnmálamanna mun ekki gera það fyrir okkur a.m.k. Peningaöfl heimsins hafa auk þess ekki hikað við að ryðja úr vegi þeim sem það hafa reynt (t.d. JFK) og því ekki hægt að treysta á neina einstaka bjargvætti, sporin hræða í þeim efnum. Það er mikilvægt að átta sig á því að við erum í raun og veru þáttakendur í stríði sem hefur staðið yfir margar kynslóðir og virðist núna vera að nálgast einhverskonar hápunkt, en í öllum stríðum verður mannfall og þess vegna er víðtæk fjöldauppreisn það eina sem gæti hugsanlega breytt einhverju til framtíðar.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2010 kl. 23:51
Það er gríðarlega mikilvægt að fólk fari strax og kjósi í þessu viðbjóðslegu Iceslave máli. Það mun gefa þessu hyski sem þykist stjórna í okkar umboði þau skilaboð að við sættum okkur ekkert endalaust við hvað sem er!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 23:51
Kapp er best með forsjá!
Ég hef ekki séð úrskurð dómsvalds á réttlátum nótum um að við höfum fríað okkur af ábyrgð í þessu máli! Getum við afneitað því sem þjóðarleiðtogar hafa lagt á þjóðina með því að mótmæla staðreyndum um verk þeirra sem stjórnuðu og neitað þjóðarábyrgð?
Ég skulda mikið og vil gjarnan hafa þann möguleika að kenna öðrum þjóðum um að svo er komið!
En sama hvernig ég hugsa málin, þá fæ ég alltaf þá niðurstöðu að Íslenska eftirlitið og eiginhagsmuna-bankasýstemið á Íslandi sveik sína þjóð vegna valda og peningagræðgi og fórnaði sjálfstæði Íslands í þeirri græðgis-hugsjóna-ferð!
Það er útilokað að stinga höfðinu í sandinn og trúa því að sannleikur svikanna sjáist ekki! M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.2.2010 kl. 21:56
Ég bið forláts en ég bara hef ekkert traust á þessu lengur og ég vil kjósa.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.2.2010 kl. 22:16
Anna þjoðarleiðtogar bera ekki ábyrgð á einkafyrirtækjum þau bera þá ábyrgð sjálf og þeirra stjórnendur.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.2.2010 kl. 22:18
Sammála ykkur Guðmundur og Svavar og ég vona að þetta sé rétt hjá þér Guðmundur .
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.2.2010 kl. 22:19
Jón Aðalsteinn. Hvar var eftirlitið og voru það ekki þjóðarleiðtogar sem báru ábyrgð á og stjórnuðu eftirlitinu?
Hverjir fríuðu eftirlitið ábyrgð? Var það ekki á ábyrgð embættismanna og þjóðarleiðtoga? Ef ekki, hverra var ábyrgðin þá? Hvaða vald hefur seðlabankastjóri Íslands til að gera fjármálaeftirlitið óvirkt og lána pening út úr seðlabankanum umfram lands-framleiðslu og inneign? Hvar byrjaði ruglið og fór úr böndunum?
Auðvitað verður þjóðaratkvæðagreiðsla þann 6 mars.
Er verið að gefa það í skyn að svo verði ekki? Það er nú þegar ákveðið og þyrfti alvarlegar og raunverulegar náttúruhamfarir til að stoppa það.
Allur heimurinn bíður eftir þessari atkvæðagreiðslu og ekki mögulegt að rökstyðja svik á þessum máls-skotsrétti sem forsetinn notaði til að vísa þessu til þjóðarinnar. Það er búið að stíga þetta skref og Það er ekki hægt að bakka út úr því ferli.
Það hefðu menn átt að átta sig á áður en til þessarar áskorunar var gengið af Bessastaða-fylkingu pelsklæddra Íslendinga (undarlegt að sjá pelsklætt fólk mótmæla). Venjulega er það fátæka fólkið sem ekki á pelsa, sem mótmæla óréttlætinu yfir að sumir hafi efni á pelsklæðnaði og aðrir ekki larfa né mat?
Svona er staðan, punktur og basta! Eins gott að allir átti sig á því nú þegar. Engin skiljanleg rök styðja neitt annað. Ég ætla að kjósa 6 mars eins og ákveðið hefur verið og sé ekki að við þurfum að fara í eitthvað kapphlaup um það sem nú þegar er ákveðið. M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.2.2010 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.