Ég græt beiskum gleði tárum.

Og hvað vekur þessa taumlausu gleði hjá mér. Það skildu þó ekki vera fréttirnar um að hinn margumtalaði almenningur fái  að kaupa hlutabréf í Högum. Að almenningur fái nú að eiga í fyrirtækinu sem að hefur það í höndum sér að sá hin sami almenningur greiðir eitt hæsta vöruverð á byggðu bóli. Já þessi almenningur sem hefur síðustu misseri orðið fyrir meiri kjaraskerðingu heldur en þekkst hefur áður síðustu árin, þessi almenningur þar sem stór hluti hans berst við að ná endum saman samanber könnun VM. Já þessi almenningur getur nú keypt hlutabréf í Högum. Skildi vera að tilsjónarmenn þeirra sem eru í greiðslujöfnun og stjórna eyðslupeningum fólks láti fólk hafa aura til að kaupa hlutabréf í gullgæsinni kannski enda er gæsin stjórnvöldum og bankaelítunni hjartfólgnari en margar aðrar engu síðri gæsir sem ratað hafa í hænsnakofa bankanna undanfarið.

Já mér falla tár af hvörmum af einskærri gleði um leið og ég gubba af vanþóknun því ef að þetta er skoðað með köldu raunsæi þá er ljóst að það munu engir geta keypt í þessu fyrirtæki nema fyrri eigendur og þeir sem fengu allt sitt í hruninu hinir það er hinn raunverulegi almenningur mun sitja eftir og gjáin milli hans og þeirra sem að hafa stundað sína hagsmunagæslu blygðunarlaust síðan allt fór á hliðina mun enn breikka. Hin raunverulegi almenningur er ekki með neina peninga afgans i munað eins og hlutabréfakaup þessa dagana þökk sé ríkistjórninni og að hluta til fyrirtækinu sem á nú að leyfa almenningi að kaupa í.

Í mínum augum er þetta ekki ósvipað því að ákveðnum ofsóttum hópi hefði verið boðið að kaupa hlutabréf í hakkavélinni sem beið þeirra eftir að búið var að berstrípa þau á leið þeirra til hinnar endanlegu lausnar.

Að mínu mati á að kljúfa fyrirtækið upp og setja lög sem duga til að sú fákeppni sem hér ríkir á markaði geti aldrei átt sér stað aftur. Síðan á að leiðrétta þann lögverndaða þjófnað sem umræddur almenningur hefur orðið fyrir undanfarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband